Innlent

Gunnar bjartsýnn á niðurstöðuna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar Þorsteinsson yfirgefur lögreglustöðina í morgun. Mynd/ Anton.
Gunnar Þorsteinsson yfirgefur lögreglustöðina í morgun. Mynd/ Anton.
Skýrslutökum yfir Gunnari Þorsteinssyni í Krossinum lauk um ellefuleytið í morgun. Hann hafði mætt á lögreglustöðina á Hverfisgötu til að gefa skýrslu vegna ásakana nokkurra kvenna úr Krossinum um kynferðislega áreitni.

Gunnar sagði í samtali við Vísi að hann vildi ekki tjá sig um málið að svo komnu. „Þetta klárast sína réttu boðleið og ég er mjög bjartsýnn á góða niðurstöu," sagði Gunnar þó, þegar hann var inntur eftir því hvert framhald málsins yrði.

Það var á síðari hluta síðasta árs sem ásakanir um kynferðislega áreitni komu upp. Gunnar hefur ævinlega neitað ásökununum.


Tengdar fréttir

Gunnar hjá lögreglu vegna ásakana um kynferðisbrot

Gunnar Þorsteinsson, fyrrverandi forstöðumaður í Krossinum, mætti í morgun í skýrslutökur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna ásakana um kynferðisbrot. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hafa nokkrir safnaðarmeðlimir úr Krossinum sakað Gunnar um kynferðislega áreitni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×