Innlent

Blaðamannafundurinn í heild sinni

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, boðaði til blaðamannfundar í dag í tilefni af því að á morgun verður mál Alþingis gegn honum þingfest fyrir Landsdómi.

Hann sagðist vísa öllum ákæruatriðum á bug. „Þau eru fráleit, sérstaklega í ljósi þess að ákvarðanir minnar ríkisstjórnar í aðdraganda bankahrunsins reyndust réttar. Ákæruskjalið er þannig samið að nausynlegt er að láta á það reyna hvort það standist réttarfarslegar reglur," sagði Geir meðal annars í dag.

„Þingfestingin á morgun þýðir það að þá eru fyrstu pólitísku réttarhöld Íslandssögunnar um það bil að hefjast," sagði Geir.

Hægt er að horfa á blaðamannafundinn í myndskeiðinu hér að ofan.

Og hér er hægt að horfa á spurningar blaðamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×