Innlent

Tilmæli um bönd í blöðrum

Neytendastofa beinir þeim tilmælum til söluaðila og foreldra að huga að böndum á blöðrum nú þegar styttist í 17. júní. Fram kemur í tilkynningu að  börn geti viljandi eða óviljandi vafið slíkum böndum um háls sér með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Lengri bönd geti auk þess skapað hættu á kyrkingu.

Þess vegna bendir Neytendastofa á að samkvæmt leikfangastaðli sé ákveðin hámarkslengd á böndum fyrir leikföng og mega þau ekki vera meira en 22 cm á lengd ef á enda bandsins er festing sem getur valdið því að lykkja myndast og skapað hættu. Til að gæta fyllstu varúðar telur Neytendastofa rétt að framangreind lengd sé höfð til viðmiðunar þegar bönd eru sett í blöðrur.

Forráðamönnum barna er bent á að blöðrur ætti alls ekki binda við vöggu, rúm eða handleggi barna eða þar sem börn eru að leik án eftirlits.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×