Innlent

100 reiðhjól verða boðin upp

100 reiðhjól verða boðin upp á laugardaginn
100 reiðhjól verða boðin upp á laugardaginn
Um 100 reiðhjól verða boðin upp hjá óskilamunadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu næstkomandi laugardag, 11. júní, klukkan 11. Um er að ræða reiðhjól sem hafa fundist í óskilum víða í umdæminu og enginn hefur hirt um að sækja.

Á síðasta ári bárust lögreglu tæplega 800 tilkynningar um stolin reiðhjól. Ekki er ljóst hvað verður um meirihluta þeirra en 200 reiðhjól bárust til óskilamunadeildar á árinu. Lögreglan bendir eigendum á að ekki sé nóg að leita til þeirra strax eftir þjófnað, heldur þurfi að koma aftur nokkrum vikum seinna til að fullreyna hvort hjólin séu í vörslu lögreglu eða ekki, enda sé algengt að hjól berist þangað nokkrum mánuðum eftir að þeim er stolið.

Lögreglan ítrekar mikilvægi þess að geyma hjól á öruggum stöðum og að forðast að skilja þau eftir ólæst. Auk þess sé gott að hafa raðnúmer hjólsins tiltækt en það auðveldar lögreglu að koma hjóli til skila.

Uppboðið verður haldið utandyra við Askalind 2a í Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×