Innlent

Nefskatturinn nær ekki til myndlykla

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Mynd/Vilhelm
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir langsótt að ætlast til þess að útvarpsgjald ber þann kostnað sem til fellur þegar almenningur þarf að leigja myndlykla til að ná útsendingum Ríkissjónvarpsins. Það sama eigi við um myndlykla og sjónvarpstæki. Gjaldið nái ekki til sjónvarpskaupa.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Steingrím á á þingfundi í dag hvort að nefskatturinn svokallaði ætti ekki að ná til kostnaðs almennings vegna RÚV. „Nú eru við að fá þær fréttir, og það kann að vera að maður eigi að vera upplýstari um það, að allir Íslendingar þurfi að kaupa sér eða leigja myndlykla til að ná útsendingum RÚV,“ sagði Gunnar Bragi og benti ennfremur á að norska ríkisútvarpið greiði fyrir sambærilega myndlykla þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×