Innlent

Mikið öskufok truflar umferð fyrir austan

Vegfarendur eru beðnir að gæta varúðar á ferðum sínum um svæðið.
Vegfarendur eru beðnir að gæta varúðar á ferðum sínum um svæðið.
Mikið öskufok er nú í Fljótshverfi, austan við Kirkjubæjarklaustur, þar sem skyggni er innan við 100 metra og aðeins sést milli tveggja stika á vegi. Eru vegfarendur því beðnir um að taka tillit til þess og gæta varúðar þegar ekið er um svæðið.

Ástandið er skárra á Kirkjubæjarklaustri en þó er þar mikið fok sem veldur töluverðum óþægindum og vont er fyrir fólk að vera utandyra án hlífðargleraugna. Lögreglustjórinn á Hvolsvelli segir mikið ryk vera þar í loftinu en þó ekki fok á við það sem fólk sé að eiga við austar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×