Innlent

Jarðskjálfti á Hellisheiði

Hellisheiðarvirkjun.
Hellisheiðarvirkjun.
Tveir tiltölulega stórir jarðskjálftar hafa mælst í dag. Annarsvegar mældist skjálfti upp á 2,5 á richter en upptök hans voru nærri Hellisheiðarvirkjun.

Þá mældist snarpur skjálfti skammt frá Hábungu í Mýrdalsjökli. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands mældist hann 2,4 stig á richter.

Mikil hefur verið um jarðskjálfta í Kötlu í sumar. Um 800 jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu í ár miðað við 300 skjálfta á síðasta ári. Almannavarnir flugu meðal annars yfir jökulinn í vikunni til þess að kanna aðstæður.

Samkvæmt athugasemd jarðfræðings, og birt er á vef Veðurstofu Íslands skömmu eftir hádegi, þá hafa orðið fjöldi smáskjálfta nærri Hellisheiðarvirkjun vegna jarðhitarannsókna við Húsmúla á Hellisheiði.

Algengt er að smáskjálftar verði á svæði þar sem unnið er við jarðhitaboranir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×