Tiger í stuði og kominn með þriggja högga forskot Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2011 11:00 Tiger Woods. Mynd/AP Tiger Woods sýndi snilli sína í nótt og var í miklu stuði á öðrum hringnum á Chevron World Challege mótinu sem fram fer í Kaliforníu. Woods lék annan hringinn á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann hefur þriggja högga forskot þegar mótið er hálfnað. Þetta er annað mótið í röð sem Tiger er með forystu eftir annan hring en hann klúðraði opna ástralska mótinu fyrir þremur vikum síðan með því að spila mjög illa á þriðja hring. „Ég vil vera í forystu eftir fjóra daga," sagði Tiger Woods sem hefur ekki náð að vinna í 26 mótum í röð eða allt síðan að hann vann ástralska Mastersmótið í nóvember 2009. „Ég er núna búinn að spila mjög vel í tveimur mótum í röð. Það er gott að vera efstur eftir tvo daga en enn betra að vera efstur eftir fjóra. Ég veit að ég er að spila betur og það er gaman að sjá það koma fram á stöðutöflunni," sagði Woods. Tiger hefur leikið fyrstu 36 holurnar á 136 höggum eða átta undir pari. Hann er með þriggja högga forskot á þá Matt Kuchar og K.J. Choi en sá síðarnefndi var þremur höggum á undan Woods eftir fyrsta daginn. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods sýndi snilli sína í nótt og var í miklu stuði á öðrum hringnum á Chevron World Challege mótinu sem fram fer í Kaliforníu. Woods lék annan hringinn á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann hefur þriggja högga forskot þegar mótið er hálfnað. Þetta er annað mótið í röð sem Tiger er með forystu eftir annan hring en hann klúðraði opna ástralska mótinu fyrir þremur vikum síðan með því að spila mjög illa á þriðja hring. „Ég vil vera í forystu eftir fjóra daga," sagði Tiger Woods sem hefur ekki náð að vinna í 26 mótum í röð eða allt síðan að hann vann ástralska Mastersmótið í nóvember 2009. „Ég er núna búinn að spila mjög vel í tveimur mótum í röð. Það er gott að vera efstur eftir tvo daga en enn betra að vera efstur eftir fjóra. Ég veit að ég er að spila betur og það er gaman að sjá það koma fram á stöðutöflunni," sagði Woods. Tiger hefur leikið fyrstu 36 holurnar á 136 höggum eða átta undir pari. Hann er með þriggja högga forskot á þá Matt Kuchar og K.J. Choi en sá síðarnefndi var þremur höggum á undan Woods eftir fyrsta daginn.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira