Russell Brand viðurkenndi í spjallþætti Ellen DeGeneres að hann langaði að eignast barn með eiginkonu sinni, bandarísku söngkonunni Katy Perry. Þær sögusagnir hafa lengi verið á kreiki að hjónaband þeirra tveggja stæði á brauðfótum en annað hefur komið á daginn því Fréttablaðið greindi nýverið frá því að þau hefðu fengið sér húðflúr saman.
Og Brand segist gjarnan langa í fjölskyldu. „Við Katy erum guðforeldrar tveggja barna. Í fyrstu voru þau reyndar bara leiðinleg og virtust bara framleiða vökva. En núna eru þau virkilega áhugaverð, þau brosa og rannsaka mann. Og ég rannsaka þau eins og vísindamaður,“ segir Brand.
Lífið