Erlent

Um 500 þúsund Bretar hafa aldrei unnið handtak

JHH skrifar
Fjöldi Breta fúlsar vil láglaunastörfum og vill frekar vera á bótum. Mynd/ afp.
Fjöldi Breta fúlsar vil láglaunastörfum og vill frekar vera á bótum. Mynd/ afp.
Á Bretlandi voru um 500 þúsund manns sem höfðu aldrei unnið eitt einasta starf á ævinni þegar að Verkamannaflokkurinnfór frá völdum á síðasta ári. Þetta sýna tölur bresku hagstofunnar. Fjöldi þeirra nánast tvöfaldaðist á árunum 1997-2010, eftir því sem fram kemur á vef Daily Mail.

Fram kemur í tölunum að tveir af hverjum þremur sem hafa aldrei unnið starf eru algerlega ómenntaðir. Þeir framfleyta sér á bótum frá hinu opinbera. Meirihluti þeirra er ekki að leita sér að vinnu og skoðanakönnun bresku hagstofunnar sýnir að þeir kæra sig ekki um að vinna.

Daily Mail vekur athygli á því að þrátt fyrir að svo margir Bretar hafi aldrei unnið handtak séu fjöldamargir innflytjendur sem setjist að í Bretlandi til að vinna þau störf sem eru of láglaunuð til þess að Bretar kæri sig um að vinna þau sjálfir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×