Erlent

Þótti vera í of flegnu - myndinni því breytt

Stærri myndin er upprunalega myndin, og sú litla af myndinni sem britist í írönskum fjölmiðlum. Hægt er að klikka á myndina til að sjá hana stærri.
Stærri myndin er upprunalega myndin, og sú litla af myndinni sem britist í írönskum fjölmiðlum. Hægt er að klikka á myndina til að sjá hana stærri. Myndir/AFP
Íranskir fjölmiðlar breyttu mynd sem tekin var af Catherine Ashton, framkvæmdastjóra utanríkismála hjá Evrópusambandinu, þegar hún gekk út af fundi með Saeed Jalili varnamálaráðherra Írans. Ástæðan var sú að írönskum fjölmiðlum þóttu sjást of mikið í bringuna á henni.

Ashton var með hendur fyrir aftan bak þegar hún gekk út af fundinum. Hún áttaði sig kannski á því að bolur hennar þótti heldur fleginn fyrir lesendur dagblaðs í Íran.

Talsmaður hennar sagði við fjölmiðla að hún hafi verið í fullum klæðum. „Hún var ekki í flegnu," sagði hann við Telegraph. „Margar konur í Íran er í blæjum sem ná yfir allan líkamann."

Ashton var á samningafundi með Jalili um málefni þriðja heimsins þegar myndin af tekin.

Þetta er ekki einsdæmi í Íran, en margar myndir vestrænum leikkonum hefur verið breytt í gegnum tíðina. Árið 2008 léku ljósmyndarar sér einnig við myndir af írönskum eldflaugum sem átti að skjóta upp í landinu. Þar var einni eldflaug bætt við á myndina, þær voru því þrjár í staðinn fyrir tvær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×