Erlent

Námuverkamenn fórust í gassprengingu

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Að minnsta kosti fimm námuverkamenn fórust þegar að sprenging varð í kolanámu í norðaustur Kólumbíu. Fyrstu fregnir af málinu greindu frá því að þrjátíu námuverkamenn væru fastir neðanjarðar en yfirvöld hafa nú staðfest að þrettán hafi lokast inn í námunni.

Í febrúar 2007 létust rúmlega þrjátíu námuverkamenn í sömu námu af völdum gassprengingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×