Erlent

Rússar syrgja í dag - Ekkert skemmtiefni í sjónvarpinu

Hryðjuverkamenn frá Kákasus eru grunaðir um ódæðið.
Hryðjuverkamenn frá Kákasus eru grunaðir um ódæðið.

Rússar syrgja í dag þá sem létust í sprengjutilræðinu á flugvelli við Moskvu fyrir helgi. Þá létust 35 og fjöldinn allur slasaðist. Flaggað verður í hálfa stöng í Moskvu.

Þá hafa sjónvarpsstöðvar verið hvattar til þess að sýna ekkert skemmtiefni í dag.

Grunur leikur á að hryðjuverkamenn frá Kákasus héraðinu hafi verið að verki. Þriggja manna er leitað. Talið er að kona og maður hafi gengið saman inn í flugstöðina og sprengt sig í loft upp. Vladimat Pútin, forsætisráðherra, sagði í fjölmiðlum í gær að hefnt yrði fyrir ódæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×