Innlent

Svavar þarf að greiða Pálma Haraldssyni 200 þúsund

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Páll Magnússon, María Sigrún Hilmarsdóttir, Svavar Halldórsson og Þóra Arnórsdóttir kona hans þegar Héraðsdómur kvað upp dóm sinn fyrr á árinu.
Páll Magnússon, María Sigrún Hilmarsdóttir, Svavar Halldórsson og Þóra Arnórsdóttir kona hans þegar Héraðsdómur kvað upp dóm sinn fyrr á árinu.
Svavar Halldórsson, fréttamaður á RÚV, var í dag dæmdur til að greiða Pálma Haraldssyni, oftast kenndan við Fons, 200 þúsund krónur í miskabætur. Ástæðan er frétt sem Svavar flutti í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Fréttin laut að láni, að upphæð 2,5 milljarðar króna, sem Pálmi var sagður hafa fengið frá Glitni. Svavar fullyrti meðal annars að bankinn hefði ekkert fengið greitt og peningarnir fyndust hvergi.

Það voru einmitt þau ummæli að peningarnir fyndust hvergi sem Hæstiréttur dæmdi dauð og ómerk. Þá hefði Svavar ekki sýnt fram á að þetta ætti við rök að styðjast og hefði ekki leitað upplýsinga frá Pálma um efni hennar.

Pálmi stefndi Páli Magnússyni og Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur fréttaþul til vara. Þau voru sýknuð í málinu.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað þau öll þrjú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×