Fitch Ratings: Gjaldeyrishöftin áfram ef Icesave verður fellt 21. febrúar 2011 20:54 Eina leiðin til þess að koma á stöðugu efnahagsástandi á Íslandi er að leysa Icesave deiluna, segir Paul Rawkins, forstjóri matsfyrirtækisins Ficth Ratings, um þá stöðu sem upp er komin á Íslandi eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði nýju Icesave-frumvarpi staðfestingar. Paul segir í viðtali við fréttastofu Reuters að þá sé nauðsynlegt fyrir Ísland að leysa úr deilunni til þess að aflétta gjaldeyrishöftunum, en vonir stóðu til að aflétta þeim að hluta til á árinu. Matsfyrirtækið Fitch lækkaði einkunnir ríkissjóðs fyrir erlendar skuldbindingar niður í spákaupmennskuflokk, þ.e. BB+, í kjölfar ákvörðun forseta Íslands um að vísa Icesave-samningnum til þjóðaratkvæðagreiðslu sem átti sér stað í janúar á síðasta ári. Þar erum við enn. Paul segir ennfremur að á meðan deilan sé í þeirri stöðu sem hún er nú verði mjög erfitt fyrir Ísland að fá lán á alþjóðlegum lánamörkuðum. Hann er þó bjartsýnn í viðtalinu og vitnar til að breið samstaða hafi náðst um málið á þinginu auk þess sem hann skynjar meiri meðvind með frumvarpinu nú en þegar kosið var um það á síðasta ári. Hann segir að lokum að stærsta málið sem sé á dagskrá Íslendinga sé að aflétta gjaldeyrishöftum, það sé þó ólíklegt að það gerist á meðan deilan er óleyst. Icesave Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Eina leiðin til þess að koma á stöðugu efnahagsástandi á Íslandi er að leysa Icesave deiluna, segir Paul Rawkins, forstjóri matsfyrirtækisins Ficth Ratings, um þá stöðu sem upp er komin á Íslandi eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði nýju Icesave-frumvarpi staðfestingar. Paul segir í viðtali við fréttastofu Reuters að þá sé nauðsynlegt fyrir Ísland að leysa úr deilunni til þess að aflétta gjaldeyrishöftunum, en vonir stóðu til að aflétta þeim að hluta til á árinu. Matsfyrirtækið Fitch lækkaði einkunnir ríkissjóðs fyrir erlendar skuldbindingar niður í spákaupmennskuflokk, þ.e. BB+, í kjölfar ákvörðun forseta Íslands um að vísa Icesave-samningnum til þjóðaratkvæðagreiðslu sem átti sér stað í janúar á síðasta ári. Þar erum við enn. Paul segir ennfremur að á meðan deilan sé í þeirri stöðu sem hún er nú verði mjög erfitt fyrir Ísland að fá lán á alþjóðlegum lánamörkuðum. Hann er þó bjartsýnn í viðtalinu og vitnar til að breið samstaða hafi náðst um málið á þinginu auk þess sem hann skynjar meiri meðvind með frumvarpinu nú en þegar kosið var um það á síðasta ári. Hann segir að lokum að stærsta málið sem sé á dagskrá Íslendinga sé að aflétta gjaldeyrishöftum, það sé þó ólíklegt að það gerist á meðan deilan er óleyst.
Icesave Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira