Willum Þór ætlar að koma Leikni upp í efstu deild Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. október 2011 07:00 Willum Þór Þórsson. Mynd/Anton „Ég heillaðist af því sem menn höfðu fram að færa og þeim metnaði sem ríkir hérna. Þess vegna samdi ég við Leikni,“ sagði Willum Þór Þórsson, sem í gær skrifaði undir tveggja ára samning við 1. deildarlið Leiknis. Koma Willums í Breiðholtið vekur óneitanlega athygli enda er hann einn sigursælasti þjálfari landsins. Willum hefur verið að keppa um og vinna Íslandsmeistaratitla og var sterklega orðaður við landsliðsþjálfarastarfið áður en KSÍ hóf viðræður við Lars Lagerbäck. Nú er hann kominn aftur í grunninn að byggja upp lið, sem hann hefur gert áður með aðdáunarverðum árangri. „Þetta er spennandi verkefni. Starfið hefur verið gott hjá félaginu og mannvirkin hér eru til vitnis um að hér hafi menn byggt upp félag af þrautseigju og dugnaði. Menn hér eru metnaðarfullir og hafa stóra drauma,“ sagði Willum, en hann segir að stefnan sé eðlilega að koma félaginu í deild þeirra bestu á Íslandi. „Það eru bara tvö spennandi sæti í þessari deild og það eru efstu sætin. Það kemur sá dagur að Leiknir verður úrvalsdeildarlið ef menn halda þessari þolinmæði og þrautseigju áfram. Það er gaman að stíga hér inn og taka þátt í þessu verkefni. Auðvitað viljum við komast upp strax næsta sumar en hvort það er raunhæft á eftir að koma í ljós,“ sagði Willum en var hann með einhver önnur járn í eldinum? „Það komu skilaboð og þreifingar víða að en þegar ég fór að ræða við Leikni hafði það forgang. Það fór síðan á þennan veg og ég er virkilega ánægður með það.“ Þjálfarinn sigursæli viðurkennir að hann eigi örugglega aðeins eftir að sakna látanna úr efstu deild, sem fær þess utan talsvert meiri athygli en 1. deildin. „Vissulega er úrvalsdeildin stærri og meiri spenna. Ytri kröfur eru meiri, sem og athyglin. Kannski á ég eftir að sakna þess. Á móti eru kostir hér. Vinnan er samt alltaf sú sama. Ég er metnaðarfullur þjálfari með sterka fagvitund. Ég hef ástríðu fyrir starfinu og fótboltanum. Meðan svo er vil ég vinna með góðu fólki. Þetta er það verkefni sem mér stóð til boða. Þeir sem vildu fá mig sóttu það fast og mér líkaði hugarfar þeirra.“ Leiknir rétt náði að bjarga sér frá falli á síðustu leiktíð og því má telja líklegt að Willum þurfi að styrkja hópinn umtalsvert ef hann ætlar að koma liðinu upp í úrvalsdeild. Eru til peningar í slíkt í Breiðholtinu? „Miðað við núverandi mannskap er kannski bratt að ætla sér upp á næsta ári. Ég mun samt vinna þannig. Það er ekki rétt að fullyrða um stöðu fjárhagsins. Ég hef ekki kafað í reikninga félagsins. Það er samt ljóst að við þurfum einhverja styrkingu ef við ætlum að eiga raunhæfan möguleika á að fara upp. Hópurinn er samt góður og það voru ótrúlegar sveiflur á milli ára hjá Leikni.“ Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
„Ég heillaðist af því sem menn höfðu fram að færa og þeim metnaði sem ríkir hérna. Þess vegna samdi ég við Leikni,“ sagði Willum Þór Þórsson, sem í gær skrifaði undir tveggja ára samning við 1. deildarlið Leiknis. Koma Willums í Breiðholtið vekur óneitanlega athygli enda er hann einn sigursælasti þjálfari landsins. Willum hefur verið að keppa um og vinna Íslandsmeistaratitla og var sterklega orðaður við landsliðsþjálfarastarfið áður en KSÍ hóf viðræður við Lars Lagerbäck. Nú er hann kominn aftur í grunninn að byggja upp lið, sem hann hefur gert áður með aðdáunarverðum árangri. „Þetta er spennandi verkefni. Starfið hefur verið gott hjá félaginu og mannvirkin hér eru til vitnis um að hér hafi menn byggt upp félag af þrautseigju og dugnaði. Menn hér eru metnaðarfullir og hafa stóra drauma,“ sagði Willum, en hann segir að stefnan sé eðlilega að koma félaginu í deild þeirra bestu á Íslandi. „Það eru bara tvö spennandi sæti í þessari deild og það eru efstu sætin. Það kemur sá dagur að Leiknir verður úrvalsdeildarlið ef menn halda þessari þolinmæði og þrautseigju áfram. Það er gaman að stíga hér inn og taka þátt í þessu verkefni. Auðvitað viljum við komast upp strax næsta sumar en hvort það er raunhæft á eftir að koma í ljós,“ sagði Willum en var hann með einhver önnur járn í eldinum? „Það komu skilaboð og þreifingar víða að en þegar ég fór að ræða við Leikni hafði það forgang. Það fór síðan á þennan veg og ég er virkilega ánægður með það.“ Þjálfarinn sigursæli viðurkennir að hann eigi örugglega aðeins eftir að sakna látanna úr efstu deild, sem fær þess utan talsvert meiri athygli en 1. deildin. „Vissulega er úrvalsdeildin stærri og meiri spenna. Ytri kröfur eru meiri, sem og athyglin. Kannski á ég eftir að sakna þess. Á móti eru kostir hér. Vinnan er samt alltaf sú sama. Ég er metnaðarfullur þjálfari með sterka fagvitund. Ég hef ástríðu fyrir starfinu og fótboltanum. Meðan svo er vil ég vinna með góðu fólki. Þetta er það verkefni sem mér stóð til boða. Þeir sem vildu fá mig sóttu það fast og mér líkaði hugarfar þeirra.“ Leiknir rétt náði að bjarga sér frá falli á síðustu leiktíð og því má telja líklegt að Willum þurfi að styrkja hópinn umtalsvert ef hann ætlar að koma liðinu upp í úrvalsdeild. Eru til peningar í slíkt í Breiðholtinu? „Miðað við núverandi mannskap er kannski bratt að ætla sér upp á næsta ári. Ég mun samt vinna þannig. Það er ekki rétt að fullyrða um stöðu fjárhagsins. Ég hef ekki kafað í reikninga félagsins. Það er samt ljóst að við þurfum einhverja styrkingu ef við ætlum að eiga raunhæfan möguleika á að fara upp. Hópurinn er samt góður og það voru ótrúlegar sveiflur á milli ára hjá Leikni.“
Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira