Tiger Woods verður ekki með á opna breska Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 5. júlí 2011 17:30 Tiger Woods hefur ákveðið að taka ekki þátt á opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Royal St. George's vellinum í næstu viku. AP Tiger Woods hefur ákveðið að taka ekki þátt á opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Royal St. George's vellinum í næstu viku. Bandaríski kylfingurinn hefur ekkert keppt að undanförnu vegna meiðsla og í dag gaf hann það út að hann yrði ekki með á stórmótinu. Woods tók þessa ákvörðun í samráði við lækna sem ráðlögðu honum að ná sér að fullu eftir meiðsli í hásin og hné. Woods hefur varla slegið golfhögg í tvo mánuði eða frá því hann hætti keppni á Players meistaramótinu eftir 9 holur á fyrsta keppnisdegi vegna meiðsla. Brendan Jones grætur ekki fjarveru Woods þar sem hann fær keppnisréttinn í hans stað. Bandaríski kylfingurinn hefur ákveðið að mæta ekki til leiks í keppni fyrr en hann hefur náð sér að fullu. Þetta er annað stórmótið á þessu ári sem Woods missir. Hann lék á Mastersmótinu sem er fyrsta stórmótið á hverju ári en hann var ekki með á opna bandaríska meistaramótinu sem Rory McIlroy frá Norður-Írlandi vann. Fjórða og síðasta stórmót ársins er PGA meistaramótið en það fer fram 11.-14. ágúst í Atlanta. Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods hefur ákveðið að taka ekki þátt á opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Royal St. George's vellinum í næstu viku. Bandaríski kylfingurinn hefur ekkert keppt að undanförnu vegna meiðsla og í dag gaf hann það út að hann yrði ekki með á stórmótinu. Woods tók þessa ákvörðun í samráði við lækna sem ráðlögðu honum að ná sér að fullu eftir meiðsli í hásin og hné. Woods hefur varla slegið golfhögg í tvo mánuði eða frá því hann hætti keppni á Players meistaramótinu eftir 9 holur á fyrsta keppnisdegi vegna meiðsla. Brendan Jones grætur ekki fjarveru Woods þar sem hann fær keppnisréttinn í hans stað. Bandaríski kylfingurinn hefur ákveðið að mæta ekki til leiks í keppni fyrr en hann hefur náð sér að fullu. Þetta er annað stórmótið á þessu ári sem Woods missir. Hann lék á Mastersmótinu sem er fyrsta stórmótið á hverju ári en hann var ekki með á opna bandaríska meistaramótinu sem Rory McIlroy frá Norður-Írlandi vann. Fjórða og síðasta stórmót ársins er PGA meistaramótið en það fer fram 11.-14. ágúst í Atlanta.
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira