Innlent

Stefán Héðinn einn hinna handteknu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stefán Héðinn Stefánsson var hjá sérstökum saksóknara í dag.
Stefán Héðinn Stefánsson var hjá sérstökum saksóknara í dag.
Stefán Héðinn Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri eignastýringasviðs Landsbankans og stjórnarformaður Landsvaka, er einn þeirra sem var færður í yfirheyrslur hjá sérstökum saksóknara í morgun, samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.

Áður hefur komið fram að Jón Þorsteinn Oddleifsson, fyrrverandi forstöðumaður fjárstýringar hjá Landsbankanum, hafi verið handtekinn. Sérstakur saksóknari segir að yfirheyrslur muni standa frammá kvöld.

Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er það grunur um milljarða millifærslur til MP banka og Straums fjárfestingabanka af reikningi Landsbankans í Seðlabanka Íslands og kaup Landsbankans á verðbréfum af sjóðum Landsvaka eftir lokun sjóðanna sem liggur til grundvallar að aðgerðum sérstaks saksóknara í dag.






Tengdar fréttir

Milljarðar millifærðir daginn sem neyðarlög voru sett

Sama dag og neyðarlögin voru sett í miðju bankahruninu voru millifærðar háar fjárhæðir út af reikningum Landsbankans hjá Seðlabankanum, en húsleitir sérstaks saksóknara í dag hjá MP banka, Straumi og Seðlabankanum beinast meðal annars að þessu.

Húsleitir hjá Seðlabanka, Straumi og MP - handtökur gerðar

Sérstakur saksóknari hefur gert húsleitir í dag. Samkvæmt upplýsingum Vísis tengist rannsóknin MP banka, Straumi og Seðlabankanum. Sérstakur saksóknari vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið þegar að Vísir hafði samband við hann í dag. Samkvæmt heimildum Vísis hafa handtökur verið gerðar í tengslum við rannsóknina.

Fyrrverandi forstöðumaður hjá Landsbankanum handtekinn

Jón Þorsteinn Oddleifsson var handtekinn í morgun á sama tíma og sérstakur saksóknari gerði húsleit hjá Seðlabankanum, MP banka og ALMC sem áður var Straumur. Jón var áður forstöðumaður fjárstýringar í Landsbankanum. Rannsókn sérstaks saksóknara í dag miðar að því að afla gagna vegna upplýsinga sem komu fram við rannsókn á Landsbankamálinu.

Sérstakur saksóknari handtók fjóra í morgun

Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á málefnum Landsbankans í morgun. Einn hinna handteknu er Jón Þorsteinn Oddleifsson, fyrrverandi forstöðumanni fjárstýringar í Landsbankanum,




Fleiri fréttir

Sjá meira


×