Innlent

Ólínu falið að finna veilur í löggjöf vegna Funa

Ólína Þorvarðardóttir.
Ólína Þorvarðardóttir.

Umhverfisnefnd alþingis fundaði í morgun um málefni sorpeyðingarstöðvarinnar Funa við Skutulsfjörð að frumkvæði Ólínu Þorvarðardóttur, samkvæmt tilkynningu frá Umhverfisnefnd.

Þar kemur fram að gestir fundarins voru bæjarstórinn á Ísafirði, ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins og forstjóri og sérfræðingar Umhverfisstofnunar, fulltrúar frá Matvælastofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Sambandi íslenskra sveitarfélaga, og Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Eftir fundinn ákvað nefndin að fela einum nefndarmanna, Ólínu Þorvarðardóttur, að fara ásamt nefndarritara og öðrum lögfræðingum þingsins yfir löggjöf sem lýtur að þessu efni og athuga hvaða þátt veilur í lögum kunna að eiga í þeim mistökum sem nú eru augljós.

Ólína hyggst skila áliti um þetta á nefndarfundi fyrir lok janúarmánaðar og verður þá tekin ákvörðun um framhald af hálfu nefndarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×