Innlent

SI og LÍÚ styðja ekki stofnun atvinnuvegaráðuneytis

Jónas Margeir Ingólfsson skrifar
Samtök iðnaðarins hafa kúvent í afstöðu sinni til stofnunnar atvinnuvegaráðuneytis og styðja nú ekki lengur að ráðuneytið verði til með sameiningu þriggja ráðuneyta. Bæði fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja að ráðuneytið verði stofnað.

Samtök iðnaðarins og Landssamband íslenskra útvegsmanna mótmæla fyrirhugaðri sameiningu iðnaðarráðuneytis og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, segir það mikilvægt atvinnuvegaráðuneytin hafi þrjá fulltrúa við ríkisstjórnarborðið.

Í greinargerð með frumvarpi til laga um breytingu á Stjórnarráði Íslands segir að skoðanir séu skiptar um sameiningu ráðuneyta og að ýmis samtök hafi ályktað gegn áformunum. Þá er fullyrt að sérstök áhersla verði lögð á að víðtækt samráð við hagsmunaaðila eftir framlagningu frumvarpsins. Friðrik Jón Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir þó stjórnvöld ekki hafa átt í frekari samskiptum við sambandið en LÍÚ hefur mótmælt fyrirhugaðri sameiningu ráðuneyta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×