Erlent

Hús hringdi í neyðarlínuna

Undrandi lögreglumenn. Myndin er úr safni.
Undrandi lögreglumenn. Myndin er úr safni.
Hús í Massachusetts fylkinu í Bandaríkjunum virðist hafa tekist að hringja í neyðarlínuna á dögunum.

Málið þykir heldur sérkennilegt en húsið var mannlaust þegar atvikið átti sér stað. Lögreglan fékk símtalið en enginn reyndist vera hinu megin á línunni. Því fór lögreglan á vettvang og fann þá út að húsið var mannlaust, auk þess sem rör hafði gefið sig með þeim afleiðingum að vatn flæddi um allt húsið, og virðist hafa gert í mánuði.

Svo virðist sem skammhlaup hafi orðið til þess að heimasíminn hringdi sjálfkrafa í neyðarlínu lögreglunnar. Eigandinn er staddur í útlöndum en samkvæmt AP fréttastofunni er hann tryggður fyrir óhappinu. Húsið er afar illa farið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×