Erlent

Jarðskjálfti í Panama

Panamaborg.
Panamaborg.
Öflugur jarðskjálfti skók jörðu í Panama í morgun. Jarðskjálftinn mældist 6.1 á richter samkvæmt mælingum bandarískra jarðfræðinga. Skjálftinn átti upptök sín tæplega 400 kílómetra suðvestur af Panama-borg á tæplega þriggja kílómetra dýpi í Kyrrahafinu.

Engin flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út vegna skjálftans. Engar fregnir hafa borist af miklum skemmdum á mannvirkjum samkvæmt fréttastofu AP.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×