Erlent

Rýmdi leikskóla vegna sprengju

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Mynd/Stefán Karlsson
Sprengjusveit lögreglunnar í Noregi var kölluð að leikskóla í Ósló í gærmorgun eftir að handsprengja hafði sést á þaki skólans. Fjörutíu börn og 21 starfsmaður voru flutt út úr húsinu á meðan lögregla athafnaði sig.

 

Norska ríkisútvarpið sagði að um alvöru handsprengju hefði verið að ræða, en ekkert sprengiefni í henni og því lítil hætta á ferð. Leikskólinn var opnaður á ný einum og hálfum tíma síðar. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×