Vilja draga ákæru gegn Geir til baka Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 15. desember 2011 18:30 Þingsályktunartillaga um að skorað verði á saksóknara Alþingis að láta málið gegn Geir H. Haarde, fyrir landsdómi, niður falla, verður lögð fram. Enn ríkir óvissa um hversu margir mæli fyrir tillögunni en þingmenn hafa rætt málið sín á milli í dag. Alþingismenn ræddu málið í hverju horni þinghússins í dag en það hefur skapað mikinn titring innan flestra þingflokka. Í þingsályktunartillögunni felst að Alþingi skori á saksóknara Alþingis, sem rekur málið gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi, að láta málið niður falla. Formlega getur þingið ekki dregið ákæruna til baka og því er tillagan með þeim hætti að skorað verði á saksóknara að gera það. Bjarni Benediktsson, formaður sjálfstæðisflokksins, mun að öllum líkindum mæla fyrir frumvarpinu en óvíst er hvort þingmenn úr öðrum flokkum muni jafnframt mæla fyrir því. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa ákveðnir þingmenn innan stjórnarflokkana sýnt því áhuga að flytja málið en aðrir telja það óæskilegt. Þetta hefur því verið eitt helsta þrætuepli þingmannana í dag. Sjálfstæðismenn telja meirihluta vera fyrir þingsályktunartillögunni í þinginu. Sumir þingmenn annarra flokka eru jafnframt sammála því. Þingflokkur vinstri grænna fundar nú klukkan sjö, en ætla má að þar verði rætt hvort einhverjir þingmenn flokksins mæli fyrir þingsályktunartillögunni. Þingflokkur Samfylkingar hefur þegar fundað einu sinni í dag en hlé verður gert á störfum þingsins klukkan sjö. Þingflokksfundur Samfylkingarinnar hefur þó ekki verið boðaður þá. Ef svo fer að þingmenn flestra flokka leggi tillöguna fram í sameiningu, má ætla að hún verði lög fyrir þingið á morgun. Hins vegar ef einungis sjálfstæðismenn leggja tillöguna fram er óvíst hvenær hún verði lögð fyrir þingið. Landsdómur Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Þingsályktunartillaga um að skorað verði á saksóknara Alþingis að láta málið gegn Geir H. Haarde, fyrir landsdómi, niður falla, verður lögð fram. Enn ríkir óvissa um hversu margir mæli fyrir tillögunni en þingmenn hafa rætt málið sín á milli í dag. Alþingismenn ræddu málið í hverju horni þinghússins í dag en það hefur skapað mikinn titring innan flestra þingflokka. Í þingsályktunartillögunni felst að Alþingi skori á saksóknara Alþingis, sem rekur málið gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi, að láta málið niður falla. Formlega getur þingið ekki dregið ákæruna til baka og því er tillagan með þeim hætti að skorað verði á saksóknara að gera það. Bjarni Benediktsson, formaður sjálfstæðisflokksins, mun að öllum líkindum mæla fyrir frumvarpinu en óvíst er hvort þingmenn úr öðrum flokkum muni jafnframt mæla fyrir því. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa ákveðnir þingmenn innan stjórnarflokkana sýnt því áhuga að flytja málið en aðrir telja það óæskilegt. Þetta hefur því verið eitt helsta þrætuepli þingmannana í dag. Sjálfstæðismenn telja meirihluta vera fyrir þingsályktunartillögunni í þinginu. Sumir þingmenn annarra flokka eru jafnframt sammála því. Þingflokkur vinstri grænna fundar nú klukkan sjö, en ætla má að þar verði rætt hvort einhverjir þingmenn flokksins mæli fyrir þingsályktunartillögunni. Þingflokkur Samfylkingar hefur þegar fundað einu sinni í dag en hlé verður gert á störfum þingsins klukkan sjö. Þingflokksfundur Samfylkingarinnar hefur þó ekki verið boðaður þá. Ef svo fer að þingmenn flestra flokka leggi tillöguna fram í sameiningu, má ætla að hún verði lög fyrir þingið á morgun. Hins vegar ef einungis sjálfstæðismenn leggja tillöguna fram er óvíst hvenær hún verði lögð fyrir þingið.
Landsdómur Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira