Erlent

Tólf ára fangelsi fyrir misheppnaða sprengjuárás

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn ætlaði að senda sprengjuna á ritstjórnarskrifstofur Jyllands Posten í Viby. Mynd/ afp.
Maðurinn ætlaði að senda sprengjuna á ritstjórnarskrifstofur Jyllands Posten í Viby. Mynd/ afp.
Tjetjeni, sem reyndi sprengjuárás á ritstjórn Jyllands Posten í Viby í Danmörku, þann 10. september í fyrra, hefur verið dæmdur í 12 ára fangelsi.

Maðurinn, sem er 25 ára gamall, var fundinn sekur í héraðsdómi í Kaupmannahöfn um að hafa útbúið bréfasprengju. Hann ætlaði að sprengja sprengjuna á ritstjórnarskrifstofunum, en ekki vildi betur til en svo að hún sprakk í höndunum á honum, eftir því sem Jyllands Posten greinir frá á vef sínum. Refsingin var svo ákveðin í morgun.

Auk tólf ára fangelsis verður maðurinn, sem heitir Lors Doukaev, jafnframt gerður brottrækur úr Danmörku eftir að hann hefur lokið afplánun fangelsisrefsingarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×