Erlent

Ásakanir hafa valdið skaða

Sepp Blatter f orseti FIFA sagði ásaknir um mútugreiðslur hafa skaðað samtökin. MYND/AFP
Sepp Blatter f orseti FIFA sagði ásaknir um mútugreiðslur hafa skaðað samtökin. MYND/AFP
Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandins FIFA, segir að mótframbjóðandi hans í forsetakjöri, Mohammed bin Hammam frá Katar, og Jack Warner varaforseti hafi valdið FIFA miklu tjóni.

 

Hammam var sakaður um að reyna að tryggja sér kjör með mútugreiðslum. Hammam hefur dregið framboð sitt til baka og verður Blatter sjálfkjörinn.

 

Ekki bætti úr skák að Jerome Walker, framkvæmdastjóri FIFA, sagði í tölvupósti að Hammam teldi sig geta keypt forsetastólinn rétt eins og Katarbúar hefðu keypt réttinn til að halda heimsmeistarakeppnina árið 2022. Þau ummæli dró hann raunar til baka í gær.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×