Bandarísk útgáfa myndarinnar Karlar sem hata konur eftir Stieg Larsson var frumsýnd í London í byrjun vikunnar. Myndin nefnist The Girl with the Dragon Tattoo á ensku og er leikstýrt af David Fincher en hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu af aðdáendum Stieg Larsson bókanna.
Rooney Mara og Daniel Craig, aðalleikarar myndarinnar, mættu á rauða dregilinn í sínu fínasta pússi. Einnig mætti sænski leikarinn Stellan Skarsgård en hann fer með hlutverk Martins Vanger í bandarísku útgáfunni. Myndin verður frumsýnd hér á landi í byrjun janúar.
Keflavík
Grindavík