Formúla 1

Staða átta Formúlu 1 ökumanna óljós fyrir 2012

Fjórir fremstu ökumennirnir á þessari mynd eru með sæti á næsta ári. Jamie Alguersuari, sem er lengst til vinsttri í hópnum fyrir aftan fékk ekki samning á næsta ári með Torro Rosso, Rubens Barrichello hefur ekki verið staðfestur sem ökumaður Williams, en Pastor Maldonado verður áfram hjá liðinu.
Fjórir fremstu ökumennirnir á þessari mynd eru með sæti á næsta ári. Jamie Alguersuari, sem er lengst til vinsttri í hópnum fyrir aftan fékk ekki samning á næsta ári með Torro Rosso, Rubens Barrichello hefur ekki verið staðfestur sem ökumaður Williams, en Pastor Maldonado verður áfram hjá liðinu. MYND: LAT PHOTOGRAHIC/ANDREW FERRARO
Vegna tilkynningar Torro Rosso um nýja ökumenn liðsins í gær, þá er ljóst að aðeins fjögur ökumannssæti eru laus í Formúlu 1 á næsta ári og átta ökumenn sem kepptu á þessu tímabili hafa ekki verið staðfestir hjá neinu keppnisliði enn sem komið er.

Torro Rosso ákvaðu að ráða nýliðann Jean Eric Vergne og Daniel Ricciardo í stað Jamie Alguersuari og Sebastian Buemi, þannig að þeir síðarnefndu hafa ekki sæti á næsta ári sem keppnisökumenn svo vitað sé.

Force India liðið hefur ekki tilkynnt hvaða ökumenn verða hjá liðinu 2012, en Paul di Resta og Adrian Sutil óku bílum liðsins í mótum á liðnu keppnistímabili. Nico Hülkenberg var varaökumaður liðsins á þessu ári.

 

Williams tilkynnti á dögunum að Pastor Maldonado yrði áfram hjá liðinu. Staða Rubens Barrichello hvað áframhaldandi störf hjá Williams er óljós, en Vatteli Bottas var ráðinn varaökumaður liðsins fyrir skömmu. Barrichello vill halda áfram og keppa tuttugsta árið í röð í Formúlu 1, en er ekki með samning fyrir næsta ár.

Bruno Senna, sem var ökumaður Renault verður ekki áfram keppnisökunmaður liðsins, né Vitaly Petrov, sem var þó með samning fyrir næsta ár. Kimi Raikkönen og Romain Grosjean hafa verið ráðnir ökumenn Renault liðsins í þeirra stað, en liðið mun heita Lotus Renault á næsta ári. Nýliðinn Charles Pic mun aka með Virgin liðinu í stað Jerome d´ Ambrosio, Virgin mun heita Marussia á næsta ári.

Viantonio Liuzzi er sagður með samning við HRT liðið á næsta ári, en hefur samt ekki verið staðfestur sem ökumaður liðsins. Pedro de la Rosa hefur verið tilkynntur sem ökumaður HRT liðsins næstu tvö árin. Að neðan má sjá lista yfir þá ökumenn sem kepptu á þessu ári, en hafa ekki verið tilkynntir formlega sem keppnisökumenn og hjá hvaða liðum þeir óku með á liðnu tímabili.

Adrian Sutil, Force India

Bruno Senna, Renault

Jamie Alguersuari, Torro Rosso

Jerome d´Ambrosio, Virgin

Paul di Resta, Force India

Rubens Barrichello. Williams

Sebastian Buemi, Torro Rosso

Vinatonio Liuzzi, HRT




Fleiri fréttir

Sjá meira


×