Vill 1,3 milljónir króna frá Birni Bjarnasyni 15. desember 2011 06:30 Björn Bjarnason Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður krefur Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, um eina milljón króna í miskabætur vegna ranghermis í bók Björns um Baugsmálið. Hann telur leiðréttingar Björns ekki duga til að firra hann ábyrgð. Jón Ásgeir hefur stefnt Birni fyrir meiðyrði, og stóð til að taka málið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en fyrirtökunni var frestað þar til í janúar. Í stefnu Jóns Ásgeirs er þess krafist að Björn verði dæmdur til refsingar fyrir rangfærslur í bókinni Rosabaugur yfir Íslandi. Þess er einnig krafist að rangfærslurnar verði ómerktar, og að Björn greiði 300 þúsund króna kostnað fyrir birtingu á dóminum. Alls krefst Jón Ásgeir því 1,3 milljóna, auk kostnaðar við stefnuna. Jón Ásgeir telur tvö atriði í bók Björns meiðandi. Annars vegar segir Björn að Jón Ásgeir hafi verið dæmdur fyrir fjársvik, þegar rétt er að hann var dæmdur fyrir meiri háttar bókhaldsbrot. Hins vegar er sagt að Jón Ásgeir hafi verið ákærður í ákærulið sem sneri að öðrum sakborningi. Um leið og bent var á mistökin í bókinni leiðrétti Björn þau opinberlega og bað Jón Ásgeir afsökunar, auk þess sem þau hafa verið leiðrétt í annarri prentun bókarinnar, segir Jón Magnússon, lögmaður Björns. „Hér er verið að krefjast ómerkingar á ummælum sem þegar hafa verið ómerkt," segir Jón. Björn fer fram á það fyrir dómi að Jón Ásgeir greiði allan kostnað við málið, auk álags á laun verjanda Baugs þar sem málið sé höfðað að þarflausu og án tilefnis.- bj Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður krefur Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, um eina milljón króna í miskabætur vegna ranghermis í bók Björns um Baugsmálið. Hann telur leiðréttingar Björns ekki duga til að firra hann ábyrgð. Jón Ásgeir hefur stefnt Birni fyrir meiðyrði, og stóð til að taka málið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en fyrirtökunni var frestað þar til í janúar. Í stefnu Jóns Ásgeirs er þess krafist að Björn verði dæmdur til refsingar fyrir rangfærslur í bókinni Rosabaugur yfir Íslandi. Þess er einnig krafist að rangfærslurnar verði ómerktar, og að Björn greiði 300 þúsund króna kostnað fyrir birtingu á dóminum. Alls krefst Jón Ásgeir því 1,3 milljóna, auk kostnaðar við stefnuna. Jón Ásgeir telur tvö atriði í bók Björns meiðandi. Annars vegar segir Björn að Jón Ásgeir hafi verið dæmdur fyrir fjársvik, þegar rétt er að hann var dæmdur fyrir meiri háttar bókhaldsbrot. Hins vegar er sagt að Jón Ásgeir hafi verið ákærður í ákærulið sem sneri að öðrum sakborningi. Um leið og bent var á mistökin í bókinni leiðrétti Björn þau opinberlega og bað Jón Ásgeir afsökunar, auk þess sem þau hafa verið leiðrétt í annarri prentun bókarinnar, segir Jón Magnússon, lögmaður Björns. „Hér er verið að krefjast ómerkingar á ummælum sem þegar hafa verið ómerkt," segir Jón. Björn fer fram á það fyrir dómi að Jón Ásgeir greiði allan kostnað við málið, auk álags á laun verjanda Baugs þar sem málið sé höfðað að þarflausu og án tilefnis.- bj
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira