Tíska og hönnun

Sumartískan 2012 í Kaupmannahöfn

Hvítur gegnsær kjóll yfir bikiníi frá Minimarket. Takið eftir skemmtilegum armböndum á upphandleggnum.
Hvítur gegnsær kjóll yfir bikiníi frá Minimarket. Takið eftir skemmtilegum armböndum á upphandleggnum.
Hönnuðir og innkaupafólk frá öllum heimshornum sótti Kaupmannahöfn heim um helgina þar sem farið var yfir strauma og stefnur sumarsins 2012. Það er gaman að sjá að litadýrð sumarsins heldur áfram næsta sumar. Bleikur og myntugrænn voru ríkjandi á Tískuvikunni í Kaupmannahöfn sem og ljósgrár og auðvitað hvítur, sem allajafna kemur sterkur inn í fataskápinn á sumrin.

Gegnsæ efni, litað leður og hreinar línur voru áberandi. Dönsku merkin Stine Goya, Malene Birger, Inwear, sænska merkið Minimarket og hin norska Veronica B. Vallenes vöktu einna helst athygli á tískuvikunni.

Íslendingar eru hrifnir af danskri tísku og má gera ráð fyrir að eitthvað af þessum flíkum verði til sölu í búðum hérlendis næsta sumar. - áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×