Körfubolti

Fjölniskonur unnu Hauka óvænt á Ásvöllum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eva María Emilsdóttir tók 10 fráköst í kvöld.
Eva María Emilsdóttir tók 10 fráköst í kvöld.
Botnlið Fjölnis í Iceland Express deild kvenna gerði sér lítið fyrir og vann óvæntan sigur á Haukum, 59-56, á Ásvöllum í Iceland Express deild kvenna í kvöld.

Natasha Harris og Inga Buzoka voru báðar með tvennu í liði Fjölnis, Harrivar með 22 stig og 10 fráköst en Buzoka var með 15 stig og 11 fráköst. Bergþóra Holton Tómasdóttir, dóttir Tómasar Holton skoraði 11 stig. Kathleen Snodgrass og Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoruðu báðar 18 stig fyrir Hauka.

Haukakonur voru fyrir leikinn búnar að tryggja sér sæti í A-deild en liðið er búið að tapa fyrstu tveimur leikjum sínum síðan að þær bættu við sig breska leikmanninum Lauren Thomas-Johnsson. Thomas-Johnsson skoraði 6 stig á 29 mínútum í leiknum í kvöld en klikkaði á 7 af 9 vítaskotum sínum.

Þetta var aðeins þriðji sigur Fjölnis á tímabilinu og sá fyrsti í fjórum leikjum en liðið situr áfram í neðsta sæti með jafnmörg stig og Grindavík.

Haukaliðið var 15-12 yfir eftir fyrsta leikhluta en Fjölnir vann annan leikhlutann 17-10 og komst fjórum stigum yfir fyrir hálfleik.

Haukakonur unnu upp muninn í seinni hálfleik og náðu að komast þremur stigum yfir þegar fjórar mínútur voru eftir. Fjölnir svaraði þá með átta stigum í röð, komst aftur fimm stigum yfir og tryggði sér síðan sigur eftir spennandi lokamínútur.

Haukar-Fjölnir 56-59 (25-29)

Stig Hauka: Kathleen Patricia Snodgrass 18/7 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 18/14 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7, Lauren Jane Thomas-Johnsson 6, Íris Sverrisdóttir 5, María Lind Sigurðardóttir 2/4 fráköst.

Stig Fjölnis: Natasha Harris 22/10 fráköst/5 stoðsendingar, Inga Buzoka 15/11 fráköst/4 varin skot, Bergþóra Holton Tómasdóttir 11, Birna Eiríksdóttir 7, Erna María Sveinsdóttir 3, Eva María Emilsdóttir 1/10 fráköst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×