Formúla 1

Meistarinn Vettel vill vinna á heimavelli

Sebastian Vettel, heimsmeistarinn í Formúlu 1.
Sebastian Vettel, heimsmeistarinn í Formúlu 1. Mynd: Getty Images/Mark Thompson/Red Bull Racing
Formúlu 1 meistarinn Sebastain Vettel hjá Red Bull er með forystu í stigamóti ökumanna og keppir á í þýska kappakstrinum Nürburgring brautinni í Þýskalandi um helgina, en tvær æfingar fara fram í dag á brautinni. Vettel er með 80 stiga forskot á liðsfélaga sinn Mark Webber.

„Eitt af markmiðum allra Formúlu 1 ökumanna er að vinna á heimavelli. Auðvitað gefur maður alltaf 100% í hlutina, en það er alltaf auka hvatning að vera á heimavelli", sagði Vettel í fréttatilkynningu fré Red Bull um keppni helgarinnar, en ýmist er keppt á Hockenheim brautinni eða Nürburgring í þýska kappakstrinum, en mótshald er annað hvert ár á Nürburgring.

„Nürburgring er ein af betri brautunum og nútímaleg. Ég kann sérlega vel við kaflann frá Ford beygjunni að langri 180 gráðu beygju til hægri í dalnum. Þá er Warsteiner beygjan erfið og líka kröpp hægri beygja fyrir hana. Besti staðurinn til framúraksturs er NGK beygjan, sem er vandasöm vinstri-hægri beygja.

„Þar er hægt að fara framúr með því að bremsa seint og niður í 100 km hraða. Það hljómar auðvelt, en er það ekki. Maður verður að halda sig frá köntunum, annars komast menn framúr þér aftur. Hæðirnar í Eifel héraðinu er sérstakar og veðrið getur breyst með leifturhraða, eins og um eldingu væri að ræða", sagði Vettel.

Sjá brauarlýsingu frá Nürburgring




Fleiri fréttir

Sjá meira


×