Innlent

Fólk farið að spara einkabílinn

Almenningur virðist vera farinn að draga úr akstri einkabíla, einkum eftir að bensín- og dísilverð fór yfir 200 krónur á lítrann.

Samkvæmt upplýsingum eins olíufélaganna kemur þetta glöggt fram í viðskiptum svonefndra fastra viðskiptavina sem kaupa eldsneyti af ákveðnu olíufélagi með korti, eða lykli. Þar dregur úr kaupunum, ekki bara í lítrum, heldur líka í krónum í mörgum tilvikum.

Þá kemur fram á heimasíðu Spalar, að umferð um Hvalfjarðargöng í janúar síðastliðnum var sex prósentum minni en í sama mánuði í fyrra.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×