Rannsóknarnefndir og þrígreining ríkisvalds Róbert R. Spanó skrifar 22. júlí 2011 06:00 Við fráfall eins af dómþolum í svonefndu Guðmundar- og Geirfinnsmáli hafa raddir heyrst um að nauðsynlegt sé að setja á laggirnar sérstaka rannsóknarnefnd til að fara ofan í saumana á málinu. Sá er þetta ritar hefur nokkra reynslu af störfum rannsóknarnefnda og kýs að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í þágu upplýstrar umræðu af þessu tilefni. Ég hef áður rökstutt í skrifum mínum og í ráðgjöf minni til þingmanna að rétt kunni að vera, í undantekningartilvikum ef almannahagsmunir krefjast þess, að grípa til úrræða á borð við stofnun rannsóknarnefnda. Vanda verði hins vegar valið á þeim málum þar sem til slíkra ráðstafana sé gripið. Þá sé það skilyrði að engin önnur úrræði séu tiltæk til að úr máli verði leyst eða atvik upplýst. Þessar forsendur liggja nú til grundvallar nýsettum lögum um rannsóknarnefndir nr. 68/2011. Hvað varðar Guðmundar- og Geirfinnsmálið verður auk þessara sjónarmiða að hafa það í huga að um er að ræða sakamál sem hlaut endanlega málsmeðferð fyrir lögreglu og dómstólum samkvæmt þágildandi lögum, en Hæstiréttur dæmdi í málinu fyrir rúmlega þrjátíu árum. Þá hefur Hæstiréttur einnig tekið afstöðu til þess hvort skilyrði laga standi til þess að endurupptaka málið. Það er eðlilegt og sjálfsagt í réttarríki að menn greini á um dóm Hæstaréttar og synjun hans á endurupptöku. En það er einmitt í réttarríki eins og okkar, byggðu á þrígreiningu ríkisvalds, sem opinberar ákvarðanir um að skipa sérstakar rannsóknarnefndir verða að taka mið af því kerfi til úrlausnar mála sem fyrir hendi er lögum samkvæmt. Löggjafinn á ekki að setja á laggirnar rannsóknarnefndir til að yfirfara endanlega úrlausn Hæstaréttar, æðsta handhafa hins sjálfstæða dómsvalds. Raunar kunna að mínu áliti að vera tilteknar stjórnskipulegar hömlur á því að löggjafinn efni til slíkrar rannsóknar, sem ekki gefst tóm til að ræða nánar hér. Á hinn bóginn eru almenn atriði og álitaefni um skipan mála fyrir lögreglu og dómstólum eðlileg viðfangsefni Alþingis. Þingið kann t.d. að gera breytingar á lagareglum um endurupptöku ef til þess standa frambærileg rök í ljósi reynslunnar. Þar verður þó að gæta mikillar varfærni, enda þarf jafnan mikið að koma til svo að til greina komi að endurupptaka dómsmál sem lokið er. Í mannlegu samfélagi og réttarríki verða viðbrögð þeirra sem fara með ríkisvald að byggja á tilteknum meginreglum og „prinsippum“ sem eiga við um öll mál. Guðmundar- og Geirfinnsmálið var flókið viðureignar og umdeilt. En ekki má horfa fram hjá því að fleiri mál sem hlotið hafa endanlega úrlausn dómstóla kunna að vera sama marki brennd og fleiri munu sjálfsagt koma til í framtíðinni. Handhafar framkvæmdarvalds og löggjafarvalds verða að virða þrískiptingu ríkisvaldsins og sjálfstæði dómstóla í hvívetna og ekki taka ákvarðanir sem kunna að ganga nærri þeirri grundvallarreglu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Við fráfall eins af dómþolum í svonefndu Guðmundar- og Geirfinnsmáli hafa raddir heyrst um að nauðsynlegt sé að setja á laggirnar sérstaka rannsóknarnefnd til að fara ofan í saumana á málinu. Sá er þetta ritar hefur nokkra reynslu af störfum rannsóknarnefnda og kýs að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í þágu upplýstrar umræðu af þessu tilefni. Ég hef áður rökstutt í skrifum mínum og í ráðgjöf minni til þingmanna að rétt kunni að vera, í undantekningartilvikum ef almannahagsmunir krefjast þess, að grípa til úrræða á borð við stofnun rannsóknarnefnda. Vanda verði hins vegar valið á þeim málum þar sem til slíkra ráðstafana sé gripið. Þá sé það skilyrði að engin önnur úrræði séu tiltæk til að úr máli verði leyst eða atvik upplýst. Þessar forsendur liggja nú til grundvallar nýsettum lögum um rannsóknarnefndir nr. 68/2011. Hvað varðar Guðmundar- og Geirfinnsmálið verður auk þessara sjónarmiða að hafa það í huga að um er að ræða sakamál sem hlaut endanlega málsmeðferð fyrir lögreglu og dómstólum samkvæmt þágildandi lögum, en Hæstiréttur dæmdi í málinu fyrir rúmlega þrjátíu árum. Þá hefur Hæstiréttur einnig tekið afstöðu til þess hvort skilyrði laga standi til þess að endurupptaka málið. Það er eðlilegt og sjálfsagt í réttarríki að menn greini á um dóm Hæstaréttar og synjun hans á endurupptöku. En það er einmitt í réttarríki eins og okkar, byggðu á þrígreiningu ríkisvalds, sem opinberar ákvarðanir um að skipa sérstakar rannsóknarnefndir verða að taka mið af því kerfi til úrlausnar mála sem fyrir hendi er lögum samkvæmt. Löggjafinn á ekki að setja á laggirnar rannsóknarnefndir til að yfirfara endanlega úrlausn Hæstaréttar, æðsta handhafa hins sjálfstæða dómsvalds. Raunar kunna að mínu áliti að vera tilteknar stjórnskipulegar hömlur á því að löggjafinn efni til slíkrar rannsóknar, sem ekki gefst tóm til að ræða nánar hér. Á hinn bóginn eru almenn atriði og álitaefni um skipan mála fyrir lögreglu og dómstólum eðlileg viðfangsefni Alþingis. Þingið kann t.d. að gera breytingar á lagareglum um endurupptöku ef til þess standa frambærileg rök í ljósi reynslunnar. Þar verður þó að gæta mikillar varfærni, enda þarf jafnan mikið að koma til svo að til greina komi að endurupptaka dómsmál sem lokið er. Í mannlegu samfélagi og réttarríki verða viðbrögð þeirra sem fara með ríkisvald að byggja á tilteknum meginreglum og „prinsippum“ sem eiga við um öll mál. Guðmundar- og Geirfinnsmálið var flókið viðureignar og umdeilt. En ekki má horfa fram hjá því að fleiri mál sem hlotið hafa endanlega úrlausn dómstóla kunna að vera sama marki brennd og fleiri munu sjálfsagt koma til í framtíðinni. Handhafar framkvæmdarvalds og löggjafarvalds verða að virða þrískiptingu ríkisvaldsins og sjálfstæði dómstóla í hvívetna og ekki taka ákvarðanir sem kunna að ganga nærri þeirri grundvallarreglu.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun