Innlent

Styttist í takmarkið - vantar tvö þúsund undirskriftir

Björk og Ómar Ragnarsson tóku dúett í Norræna húsinu í fyrradag Mynd/Anton Brink
Björk og Ómar Ragnarsson tóku dúett í Norræna húsinu í fyrradag Mynd/Anton Brink
Um 33 þúsund undirskriftir hafa safnast á orkuaudlindir.is en þar er skorað á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra.

Björk Guðmundsdóttir söngkona stendur fyrir uppákomunni en takmarkið er að fá 35 þúsund undirskriftir. Karókímaraþon hefur verið síðan á fimmtudaginn þar sem fjölmargir aðilar hafa komið fram og sungið. Karókíið heldur svo áfram klukkan þrjú í dag, en á meðal þeirra sem taka lagið saman í dag eru Bubbi Morthens og Jón Gnarr.

Hægt er að sjá undirskriftarlistann hér.




Tengdar fréttir

Björk og Ómar tóku karaókí-dúett

Björk Guðmundsdóttir og Ómar Ragnarsson tóku saman lagið í Norræna húsinu fyrr í dag þar sem stærsta söngmót Íslandssögunnar hófst klukkan þrjú.

Tvíhöfði flutti besta lag í heimi

Þeir félagar Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson tóku þátt í karókímaraþoninu sem nú stendur yfir í Norræna húsinu í dag. Um er að ræða uppákomu sem Björk Guðmundsdóttir og fleiri standa að en takmarkið er að fá 35.000 undirskrifftir þar sem skorað er á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra.

Karókímót um allt land til verndar auðlindunum

Karókímaraþonið í Norræna húsinu stóð sleitulaust frá klukkan þrjú í gær og til miðnættis. Þegar hafa safnast rúmlega 28 þúsund undirskriftir á vefinn Orkuaudlindir.is og heldur maraþonið áfram klukkan þrjú í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×