Innlent

Bandaríkjamenn vilja upplýsingar um Birgittu

Birgitta Jónsdóttir þingmaður
Birgitta Jónsdóttir þingmaður
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur farið fram á að samskiptasíðan Twitter afhendi ráðuneytinu allar færslur Birgittu Jónsdóttur þingmanns Hreyfingarinnar og aðrar persónuupplýsingar hennar.

DV greinir frá þessu og segir að Birgitta ætli að reyna að ná fundi með Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra í dag og jafnvel Össuri Skarphéðinssyni vegna málsins. Birgitta segir í samtali við DV að henni hafi borist þessi beiðni frá Twitter og jafnframt verið tjáð að hún hefði tíu daga til að koma fram andmælum áður en Twitter afhenti gögnin. Hún segir að með þessu sé dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að reyna að finna leiðir til að draga hana og aðstandendur Wikileaks fyrir dóm.

Þessi framkoma sé ólíðandi og hún íhugi að kalla sendiherra Bandaríkjanna á sinn fund til að fá skýringar á málinu. Það sé alvarlegt þegar bandarísk stjórnvöld séu farin að óska eftir upplýsingum kjörinna fulltrúa á þjóðþingi annars ríkis með þessum hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×