Innlent

Óvíst hvenær byrjað verður að bjarga Goðafossi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Goðafoss við Frederiksstadt. Mynd/ afp.
Goðafoss við Frederiksstadt. Mynd/ afp.
Enn er alls óvíst hvenær byrjað verður að reyna að ná Goðafossi af strandstað, segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips í samtali við fréttastofu. Menn á vegum rannsóknarnefndar sjóslysa í Noregi eru komnir um borð í Goðafoss, sem strandaði við Frederiksstadt í Noregi á fimmtudaginn. Þeir munu verja mestum hluta dagsins í að taka skýrslur af áhöfninni og skipstjóranum um hvað fór úrskeiðis og hvers vegna, eftir því sem fréttamaður TV 2 fréttastöðvarinnar fullyrðir.

Það var logn og ágætis skyggni þegar Goðafoss, sem var á leið frá Fredrikstad til Helsingborgar, strandaði á fimmtudagskvöldið. Skipstjórinn hefur fullyrt við lögregluyfirvöld í Noregi að hann hafi tekið ranga beygju. Sannað þykir að hann hafi ekki verið drukkinn og hann hafi ekki sofnað við stýrið.

Norska strandgæslan mun halda blaðamannafund klukkan þrjú. Eftir það munu fulltrúar Eimskips hittast á fundi og fara yfir stöðu mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×