Innlent

Jónsi fékk Norrænu tónlistarverðlaunin

SB skrifar
Tónlistarmaðurinn Jón Þór Birgisson hlaut í gær Norrænu tónlistarverðlaunin. Margir þekkja eflaust Jón Þór sem Jónsa úr hljómsveitinni Sigurrós en hann hlaut verðlaunin fyrir sólóplötu sína Go, sem kom út á síðasta ári. Þetta var í fyrsta skipti sem Norrænu tónlistarverðlaunin eru afhent.

Auk Jónsa var tónlistarkonan Ólöf Arnalds tilnefnd til verðlaunanna. Jónsi var að vonum kátur með verðlaunin en hann var af tilviljun staddur í Osló í rómantískri helgarferð þegar verðlaunin voru afhent.

Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lagið Animal Arithmetic af verðlaunaplötunni Go.


Tengdar fréttir

Besta plata Norðurlanda valin

Norrænu tónlistarverðlaunin 2010 verða afhent í fyrsta sinn á norsku tónlistarhátíðinni by:Larm 18. febrúar á næsta ári. 25 íslenskar plötur hafa verið tilnefndar til verðlaunanna og hefur blaðamaðurinn Arnar Eggert Thoroddsen umsjón með valinu hér á landi.

Tvær íslenskar tilnefningar

Nýjustu plötur Jónsa og Ólafar Arnalds eru á meðal tólf platna sem hafa verið tilnefndar til Norrænu tónlistarverðlaunanna 2010. Go með Jónsa og Innundir skinni með Ólöfu Arnalds eru á meðal tólf platna sem hafa verið tilnefndar til Norrænu tónlistarverðlaunanna 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×