Innlent

Lýst eftir góðum verkum

Samfélagsverðlauna 2010
Tilnefna má til Samfélagsverðlauna í fimm flokkum.
Samfélagsverðlauna 2010 Tilnefna má til Samfélagsverðlauna í fimm flokkum.
Nú eru að verða síðustu forvöð fyrir lesendur að tilnefna til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins en tilnefningarfrestur rennur út á mánudag.

Í fyrra voru eftirfarandi heiðraðir með Samfélagsverðlaunum Fréttablaðsins: Gleðigjafinn André Bachmann var valinn Hvunndagshetja, Gauraflokkurinn í Vatnaskógi fékk verðlaun í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar og Hugarafl hlaut verðlaun í flokknum Til atlögu gegn fordómum. Heiðursverðlaunin hlaut sagnamaðurinn Jón Böðvarsson en hann lést á síðasta ári.

Sá sem hlýtur sjálf Samfélagsverðlaunin fær í sinn hlut verðlaunafé, eina milljón króna. Í fyrra komu þau verðlaun í hlut Landsbjargar, sem þá hafði nýlega unnið það afrek að verða fyrst erlendra björgunarsveita til Haítí eftir jarðskjálftann sem þar varð í janúar í fyrra.

Hægt er að tilnefna til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins á hlekknum visir.is/samfelagsverdlaun, með tölvupósti á netfangið samfelagsverdlaun@frettabladid.is og með því að senda póst til Fréttablaðsins, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, merkt Samfélagsverðlaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×