Innlent

Vilja samhæfa viðbrögð allra

Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra telur koma til greina að á vegum ráðuneytisins verði skipuð sérstök verkefnisstjórn vegna díoxínmengunar frá sorpbrennslum. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, innti ráðherra eftir skoðun hennar á þessu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í vikunni.

Í fyrirspurn sinni minnti Ólína á að mengunarmálið væri flókið þar sem margir aðilar kæmu að því á ólíkum stigum.

Fyrr hafði Ólína unnið úttekt fyrir umhverfisnefnd þingsins um lagaumgjörð umhverfis- og upplýsingamála en að málinu koma ýmsar stofnanir og stjórnsýslustig.

Gegna þar lykilhlutverki sóttvarnalæknir og Umhverfis- og Matvælastofnun.

Ólína telur að lausnin felist í því að koma á verkefnisstjórn; það sé mikilvægt í því ljósi að mengunarmálið varði vistkerfið, lýðheilsu, matvælaöryggi og ekki síst ímynd þeirra svæða sem um ræðir og jafnvel landsins alls.

- shá

Ólína Þorvarðardóttir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×