Fótbolti

Hallgrímur lék allan leikinn með GAIS

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hallgrímur Jónasson í leik með Keflavík árið 2008.
Hallgrímur Jónasson í leik með Keflavík árið 2008. Mynd/Anton
Varnarmaðurinn Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn fyrir lið sitt, GAIS, er það vann 1-0 sigur á Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Hallgrímur lék sinn fyrsta leik á tímabilinu um síðustu helgi og hélt því sæti sínu í byrjunarliðinu í kvöld.

IFK Gautaborg vann 2-1 sigur á Halmstad í Íslendingaslag. Theódór Elmar Bjarnason, Ragnar Sigurðsson og Hjörtur Logi Valgarðsson léku allan leikinn fyrir Gautaborg en Hjálmar Jónsson var á meðal varmanna liðsins.

Jónas Guðni Sævarsson er meiddur og lék ekki með Halmstad í kvöld.

GAIS er í sjötta sæti deildarinnar með sextán stig eftir tíu umferðir. Gautaborg er í því áttunda með fjórtán stig en Halmstad er sem fyrr á botninum með fimm stig.

Þá fór einn leikur fram í norsku bikarkeppninni í dag. Úrvalsdeildarliðið Brann vann 1-0 sigur á Åsane en Birkir Már Sævarsson lék allan leikinn fyrir Brann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×