Innlent

Ísland friðsælasta ríki heims

Ísland er friðsælasta ríki heims ef marka má nýjan lista "Institute for Economics and Peace". Stofnunin hefur raðað 153 sjálfstæðum ríkjum eftir því hve friðsæl löndin eru og er notast við 23 mismundandi breytur á borð við útgjöld til hernaðarmála og samskipti við nágrannaþjóðir. Listinn kemur út árlega og lenti Ísland einnig í fyrsta sæti árið 2008. Eftir hrun tók landið hinsvegar dýfu og lenti í fjórða sæti árið 2009 og í öðru sæti í fyrra.

Samkvæmt nýjasta listanum koma Ný-Sjálendingar á eftir Íslendingum þegar friðsældin er mæld og Japan lendir í þriðja sæti. Frændur okkar Danir eru fjórða friðsamasta þjóð heims og Tékkar eru í fimmta sæti. Neðst á listanum lendir Sómalía, Írak er í næst-neðsta sæti og Súdan því þriðja neðsta.

Hér má sjá nánari útlistun á listanum og hvernig þjóðum er raðað á hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×