Innlent

Þýski ferðamaðurinn útskrifaður af sjúkrahúsi

Þjóðverjinn sem leitað var að norðan Vatnajökuls í gær var útskrifaður af slysadeild Landspítalans eftir skoðun. Hann var í ágætu standi miðað við aðstæður en kaldur og svangur eftir langa veru á jöklinum.

Byrjað var að leita að manninum á þriðjudagskvöld. Hann hafði síðan samband við Neyðarlínuna upp úr hádegi í gær og voru um 60 björgunarsveitarmenn við leit á svæðinu þegar hann fannst.

Það var þyrla Landhelgisgæslunnar TF-Gná sem fann manninn en hann var þá staddur um 14 kílómetra suðvestur af Fjórðungsöldu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×