Íslenskur sendifulltrúi til Líbíu 26. maí 2011 13:53 Áslaug að störfum í Pakistan. Áslaug Arnoldsdóttir sendifulltrúi Rauða kross Íslands heldur til Líbýu nú á sunnudag þar sem hún mun starfa sem hjúkrunarfræðingur með Alþjóða Rauða krossinum í borginni Benghazi, en þangað hefur sært fólk verið flutt af átakasvæðunum í Líbýu til að veita þeim læknisaðstoð. Áslaug er einn reyndasti sendifullrúi Rauða kross Íslands og hefur áralanga reynslu af störfum á átakasvæðum. Hún fór fyrst sem sendifulltrúi Rauða krossins árið 1996 þar sem hún starfaði á sjúkrahúsi Alþjóða Rauða krossins í Suður-Súdan og hefur síðan unnið m.a. í Georgíu, Írak, Líbanon, Eþíópíu, Úganda, og nú síðast í Pakistan og á Haítí. Mörg hundruð manns hafa látist síðan átök milli stjórnarhers og uppreisnarmanna í Líbýu brutust út í febrúar og þúsundir hafa særst. Gífurleg eyðilegging hefur átt sér stað á heimilum og opinberum byggingum eins og sjúkrahúsum. Vatns- og rafmagnsveitur hafa einnig verið sprengdar í loft upp svo lífskilyrði fólks eru mjög erfið á þessu svæði að því er segir í tilkynningu frá Rauða krossinum. „Nokkur hundruð þúsund manns hafa flúið Líbýu undanfarið, einkum til nágrannaríkjanna Túnis og Egyptalands." Þá segir að frá upphafi átakanna hafi Alþjóða Rauði krossinn útvegað mat, lyf og önnur hjálpargögn fyrir hálfa milljón manna í Líbýu, aðstoðað 60.000 manns við að ná sambandi við ástvini handan víglínunnar, flutt 2.500 útlendinga úr landi og heimsótt 400 fanga - bæði í haldi stjórnvalda og uppreisnarmanna. „Utanríkisráðuneytið hefur veitt Rauða krossi Íslands 5 milljóna króna styrk vegna hjálparstarfsins í Líbýu. Það fer sem framlag til hjálparstarfs Alþjóða Rauða krossins í Líbýu.“ Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Áslaug Arnoldsdóttir sendifulltrúi Rauða kross Íslands heldur til Líbýu nú á sunnudag þar sem hún mun starfa sem hjúkrunarfræðingur með Alþjóða Rauða krossinum í borginni Benghazi, en þangað hefur sært fólk verið flutt af átakasvæðunum í Líbýu til að veita þeim læknisaðstoð. Áslaug er einn reyndasti sendifullrúi Rauða kross Íslands og hefur áralanga reynslu af störfum á átakasvæðum. Hún fór fyrst sem sendifulltrúi Rauða krossins árið 1996 þar sem hún starfaði á sjúkrahúsi Alþjóða Rauða krossins í Suður-Súdan og hefur síðan unnið m.a. í Georgíu, Írak, Líbanon, Eþíópíu, Úganda, og nú síðast í Pakistan og á Haítí. Mörg hundruð manns hafa látist síðan átök milli stjórnarhers og uppreisnarmanna í Líbýu brutust út í febrúar og þúsundir hafa særst. Gífurleg eyðilegging hefur átt sér stað á heimilum og opinberum byggingum eins og sjúkrahúsum. Vatns- og rafmagnsveitur hafa einnig verið sprengdar í loft upp svo lífskilyrði fólks eru mjög erfið á þessu svæði að því er segir í tilkynningu frá Rauða krossinum. „Nokkur hundruð þúsund manns hafa flúið Líbýu undanfarið, einkum til nágrannaríkjanna Túnis og Egyptalands." Þá segir að frá upphafi átakanna hafi Alþjóða Rauði krossinn útvegað mat, lyf og önnur hjálpargögn fyrir hálfa milljón manna í Líbýu, aðstoðað 60.000 manns við að ná sambandi við ástvini handan víglínunnar, flutt 2.500 útlendinga úr landi og heimsótt 400 fanga - bæði í haldi stjórnvalda og uppreisnarmanna. „Utanríkisráðuneytið hefur veitt Rauða krossi Íslands 5 milljóna króna styrk vegna hjálparstarfsins í Líbýu. Það fer sem framlag til hjálparstarfs Alþjóða Rauða krossins í Líbýu.“
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira