Heidfeld endanlega úr myndinni hjá Renault og Senna ekur áfram 2. september 2011 16:34 Nick Heidfeld mætti á mótssvæðið á Spa brautinni um síðustu helgi, þó hann hefði þurft að víkja sæti hjá Renault. AP Mynd: Frank Augstein Renault liðið tilkynnti í dag að liðið hefði náð samkomulagi við Nick Heidfeld um að keyra ekki meira hjá liðinu, en málið átti að fara fyrir dóm 18. september í Englandi. Heidfeld var ekki sáttur við að víkja sæti fyrir Bruno Senna í síðasta móti og því næsta, en nú er endanlega ljóst að Senna verður ökumaður Renault út tímabilið ásamt Vitaly Petrov. Heidfeld og umboðsmaður hans töldu að hann væri með traustan samning um að keyra út árið og átti að taka málið fyrir hjá breskum dómara eftir mótið á Monza á Ítalíu um aðra helgi. En Heidfeld og Renault hafa náð samkomulagi um að leiðir skilji án þess að til þess komi. „Það hefur verið mikið fjallað um ósætti okkar við Heidfeld og við erum ánægðir að hafa fundið lausn. Skilnaður okkar var sársaukafullur og hvorugur aðilinn vildi fara lagaleiðina. Við erum þakklátir fyrir framlag Heidfeld og áttum góðar stundir saman, ekki síst þegar við náðum Þriðja sæti í Malasíu. Hann er góður og einbeittur ökumaður og við óskum honum velgengni í framtíðinni", sagði Eric Boullier í fréttatilkynningu í dag. Í sömu tilkynningu frá Renault voru ummæli frá Heidfeld. „Augljóslega er ég svekktur að yfirgefa Renault liðið á miðju tímabilinu. Ég taldi að ég hefði eitthvað fram að færa til liðsins, en ég verð að sjá hlutina eins og þeir eru og horfa til framtíðar. Við höfum ákveðið að binda endi á samstarf okkar í dag. Ég vil óska vinum sem ég eignaðist í Enstone (bækistöð Renault liðsins) velgengni til loka tímabilsins. Eitt er víst að ég keppi fljótlega aftur í kappakstri á ný", sagði Heidfeld. Skömmu eftir þessa tilkynningu frá Renault sagði önnur tilkynning að Senna myndi aka í þeim sjö mótum sem eftir eru, eins og hann gerði á Spa. Romain Grosjean verður varaökumaður liðsins, en hann tryggði sér meistaratitilinn í GP2 mótaröðinni um síðustu helgi á Spa brautinni. Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Renault liðið tilkynnti í dag að liðið hefði náð samkomulagi við Nick Heidfeld um að keyra ekki meira hjá liðinu, en málið átti að fara fyrir dóm 18. september í Englandi. Heidfeld var ekki sáttur við að víkja sæti fyrir Bruno Senna í síðasta móti og því næsta, en nú er endanlega ljóst að Senna verður ökumaður Renault út tímabilið ásamt Vitaly Petrov. Heidfeld og umboðsmaður hans töldu að hann væri með traustan samning um að keyra út árið og átti að taka málið fyrir hjá breskum dómara eftir mótið á Monza á Ítalíu um aðra helgi. En Heidfeld og Renault hafa náð samkomulagi um að leiðir skilji án þess að til þess komi. „Það hefur verið mikið fjallað um ósætti okkar við Heidfeld og við erum ánægðir að hafa fundið lausn. Skilnaður okkar var sársaukafullur og hvorugur aðilinn vildi fara lagaleiðina. Við erum þakklátir fyrir framlag Heidfeld og áttum góðar stundir saman, ekki síst þegar við náðum Þriðja sæti í Malasíu. Hann er góður og einbeittur ökumaður og við óskum honum velgengni í framtíðinni", sagði Eric Boullier í fréttatilkynningu í dag. Í sömu tilkynningu frá Renault voru ummæli frá Heidfeld. „Augljóslega er ég svekktur að yfirgefa Renault liðið á miðju tímabilinu. Ég taldi að ég hefði eitthvað fram að færa til liðsins, en ég verð að sjá hlutina eins og þeir eru og horfa til framtíðar. Við höfum ákveðið að binda endi á samstarf okkar í dag. Ég vil óska vinum sem ég eignaðist í Enstone (bækistöð Renault liðsins) velgengni til loka tímabilsins. Eitt er víst að ég keppi fljótlega aftur í kappakstri á ný", sagði Heidfeld. Skömmu eftir þessa tilkynningu frá Renault sagði önnur tilkynning að Senna myndi aka í þeim sjö mótum sem eftir eru, eins og hann gerði á Spa. Romain Grosjean verður varaökumaður liðsins, en hann tryggði sér meistaratitilinn í GP2 mótaröðinni um síðustu helgi á Spa brautinni.
Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira