Innlent

Vill taka upp evru til þess að losna við verðtryggingu

Helgi Hjörvar.
Helgi Hjörvar.
Formaður efnahags- og skattanefndar vill taka upp evru til að losna við verðtrygginguna. Hagfræðingur hjá Seðlabankanum telur að afnám verðtryggingarinnar nú myndi fela í sér hærri raunvexti til lántaka en nú er.

Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis og Ásgeir Daníelsson, forstöðumaður rannsóknar- og spádeildar Seðlabankans, ræddu á opnum fundi Íslandsbanka í gær hvort raunhæft væri að afnema verðtrygginguna á Íslandi.

Ásgeir segir að það sé hægt, og framvegis yrðu verðtryggð lán í formi nafnvaxtalána, en hægt væri að koma í veg fyrir rýrnun þeirra með breytilegum vöxtum sem eru endurskoðaðir oft. Hann segir hins vegar að í slíku kerfi séu bæði hagfræðileg rök og reynslurök fyrir því að raunvextir verði hærri en nú er.

Helgi Hjörvar segir bestu leiðina að afnámi verðtryggingarinnar að taka upp annan gjaldmiðil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×