Innlent

Þórunn segir af sér þingmennsku

Þórunn Sveinbjarnardóttir, ætlar að segja af sér þingmennsku.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, ætlar að segja af sér þingmennsku.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku frá og með mánudeginum 5. september samkvæmt tilkynningu sem hún sendi á fjölmiðla.

Þar stendur orðrétt: „Ég held áfram pólitísku starfi í þágu kvenfrelsis, umhverfisverndar og jafnaðarstefnu innan Samfylkingarinnar en ákvörðun mín um að láta af þingmennsku eftir hafa fjórum sinnum hlotið kosningu er endanleg og tekin eftir vandlega íhugun.“



Hún gefur þær skýringar í yfirlýsingunni að nú sé kominn tími til þess að hafa vistaskipti og huga að nýjum viðfangsefnum.

„Á þessum tímamótum  er mér efst í huga þakklæti til samferðafólks og félaga í Samfylkingunni frá stofnun hennar,“ segir Þórunn, sem er fyrrverandi umhverfisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×