Innlent

Strætó-kort hækka í verði - stök fargjöld standa í stað

Strætó.
Strætó.
Verð á mánaðar-, þriggja mánaða og níu mánaða strætókortum hækkar um 9-10% hinn 1. október næstkomandi samkvæmt tilkynningu frá Strætó bs.

Þar kemur fram að stök fargjöld haldast hins vegar óbreytt, eða 350 krónur, sem og öll form afsláttarfarmiða.

Hækkun á verði tímabilskorta er liður í að auka hlut fargjaldatekna í rekstrarkostnaði Strætó með hliðsjón af þróun verðlags að því er greint er frá í tilkynningunni.

Mánaðarkort (græna kortið) hækkar úr 6.400 krónum í 7.000 krónur, eða um 9,4%, þriggja mánaða kort (rauða kortið) hækkar úr 14.500 krónum í 15.900 krónur, eða um 9,7%, og níu mánaða kort (bláa kortið) hækkar úr 35.000 krónum í 38.500, eða um 10%.

Hætt verður sölu á tveggja vikna korti (gula kortið) vegna dræmrar sölu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×