Innlent

Formaður ungra Framsóknarmanna segir sig úr flokknum

Sigurjón Norberg Kjærnested.
Sigurjón Norberg Kjærnested.
Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) Sigurjón Norberg Kjærnested, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum. Hann fylgir því á eftir Guðmundi Steingrímssyni sem sagði sig úr flokknum í síðustu viku og situr sem óháður þingmaður. Þá sagði Einar Skúlason, varaþingmaður, sig einnig úr flokknum.

Í tilkynningu sem Sigurjón sendi á fjölmiðla útskýrir hann úrsögn sína meðal annars með þessum orðum:

„Síðasta hálmstráið sem olli því að ég yfirgef núna Framsóknarflokkinn er að mér þykir hann vera að sækja á mið óheilbrigðar þjóðernishyggju. Ég geri engar athugasemdir við að fólki þyki vænt um land og þjóð – mér þykir það líka. Það er notkun slíkrar þjóðernishyggju í pólitískum tilgangi sem ég geri athugasemdir við – og neita að skrifa undir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×