Staðalímynd kvenna og vísindi 8. september 2011 06:00 Skólastarf er að hefjast víðsvegar um landið og nemendur takast á við ný og ólík verkefni. Íslenskt samfélag stendur framar mörgum öðrum þjóðum þegar kemur að jafnréttismálum og við að uppræta staðalímyndir. Kynjabundnar staðalímyndir hafa spilað veigamikið hlutverk við að móta samfélag okkar í gegnum tíðina í átt að fordómum og mismunun. Slíkar staðalímyndir búa ekki einungis í hugarheimi karla sem líklegir eru til að sniðganga bæði afrek og tækifæri kvenna, heldur einnig hjá konum sem þar af leiðandi geta fundið til minnkandi ástæðuhvatar og sjálfstrausts á ákveðnum sviðum samfélagsins. Meðal kynjabundinna staðalímynda sem enn eru vel innrættar í samfélagssálinni eru þær hugmyndir að karlar séu að eðlisfari betri í stærðfræði og raungreinum, á meðan konur séu fremri á sviðum uppeldis- og félagsvísinda. Ímyndirnar sem slíkar hafa lengi legið á bakvið þann miðaldahugsunarhátt sem svipt hefur konur tækifærum til mikilvægra framlaga á sviði tækni og vísinda. Séuð þið í vafa um að þær séu enn til staðar í íslensku samfélagi nægir ykkur að leggja þessa sígildu gátu fyrir hóp ungmenna: Gagnkynhneigður maður og sonur hans lenda í alvarlegu bílslysi. Faðirinn deyr en sonurinn er sendur á bráðamóttökuna. Þegar læknirinn lítur á hann, hrópar hann: „Þetta er sonur minn!" Hver er læknirinn? Sé staðreyndin sú að þú kæri lesandi eða barnið þitt hafið ekki svarið á reiðum höndum, þá gæti verið þörf á því að lesa lengra og setjast svo niður með barninu þínu og ræða málin.Staða kvenna í vísindum Öllum vel upplýstum manneskjum hlýtur að þykja erfitt að horfast í augu við þá staðreynd af hversu miklum fordómum, mismunun og kúgun í garð kvenna samfélag manna hefur einkennst megnið af mannkynssögunni. Konum var oft meinað frá samfélagsþátttöku í hinum almennasta skilningi og látnar hugfallast frá því að taka þátt í fræðasamfélaginu og vísindum. Óhugsandi er að hægt sé að meta það hvar mannkynið væri statt og hversu miklum framförum við hefðum náð á sviði tækni og vísinda, ef við hefðum ekki útilokað um helming af öllum heilum og hugum veraldar í gegnum söguna (oftast þó mun fleiri). Í þeim tilfellum þar sem hugrakkar konur létu eftir ástríðum sínum, urðu þær oft að starfa við myrkar aðstæður í felum, og urðu tíðum skiptum fyrir ofsóknum þegar upp um þær var komið. Þvert á þann algenga misskilning að konur skorti fyrirmyndir á vísindasviðinu hefur fjöldi kvenna veitt ómetanleg framlög í þágu vísinda og mannlegra framfara. Til að mynda var hin forngríska Hypathia (350-370 e.Kr.) frá Alexandríu, álitin einn sá allra fremsti stærðfræðingur síns tíma, en dag einn réðst kristinn múgur gegn henni, rifu af henni fötin og brenndu hana lifandi, en í kjölfar dauða hennar ríkti stöðnun á sviði stærðfræðinnar um árabil. Hin ítalska Maria Agnesi skrifaði áhrifamikil rit um ólíkar gerðir kalkúlus og var á sínum tíma álitin einn merkasti stærðfræðingur Evrópu af stærðfræðasamfélaginu, en hins vegar var henni lengi meinuð rannsóknarstaða hjá fjölda háskólastofnana (þ.á m. frönsku akademíunni) vegna kyns. Svipað var upp á teningnum með stærðfræðingnum Emmy Noether, sem þó var í miklum metum hjá Albert Einstein, og má þess einnig geta að grasafræðingurinn Jeanne Baret og stærðfræðingurinn Sophie Germain fundu sig knúnar til að birta rannsóknir sínar sem karlmenn. Þegar líða tók að 20.öldinni byrjaði að liðkast fyrir tækifærum kvenna (þó afar hægfara), en árið 1903 var hin fransk-pólska Marie Curie ekki einungis fyrst allra kvenna til að vinna Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir hennar á geislun, heldur áorkaði hún því að verða fyrst allra vísindamanna og –kvenna til að vinna Nóbelsverðlaunin tvisvar (fyrir eðlisfræði og efnafræði). Um miðja 20. öld skrifaði bandaríski sjávarlíffræðingurinn Rachel Carson einnig brautryðjandi bók um áhrif skordýraeiturs á vistkerfið og varð fyrir vikið kennd sem upphafskona nútíma umhverfisverndarhyggju. Þrátt fyrir að staða kvenna innan fræða- og vísindasamfélagsins hafi að vissu leyti byrjað að batna á 20. öldinni, var mótlæti í garð kvenna innan vísinda- og menntasamfélagsins enn afar mikið og algengt var að afrek kvenna innan vísinda væru annað hvort sniðgengin, eða þeim hreinlega stolið. Sem dæmi má nefna að ein af allra merkustu uppgötvunum náttúruvísinda síðustu aldar, hin tvöfalda gorm uppbygging DNA, réðst að miklu leyti af rannsóknum ungrar vísindakonu að nafni Rosalind Franklin á stöðugleika DNA og röntgenmyndum hennar á svokallaðri B-uppbyggingu DNA. Þó svo að rannsóknargögn Rosalindar væru augljóslega forsenda og grundvöllur fyrir uppgötvun James D. Watson og Francis Crick á uppbyggingu DNA, vottuðu þeir henni enga viðurkenningu fyrir þessa merku uppgötvun þegar þeir tóku við Nóbelsverðlaunum um 10 árum seinna. Dæmi um hið síðnefnda er mikilvægt framlag ungrar norður-írskrar vísindakonu, Dr. Jocelyn Bell Burnell, á sviði stjarneðlisfræði. Er Jocelyn stundaði doktorsnám við Cambridge-háskóla, byggði hún útvarpssjónauka sem gerði henni kleift að uppgötva tilvist svokallaðra útvarpsbylgju púlsa. Á meðan á rannsóknarverkefni hennar stóð, lenti hún og leiðbeinanda hennar Antony Hewis oft saman, enda hafði hann litla trú á verkefni hennar eða metnaði. Þegar Jocelyn gerði hins vegar sína merku uppgötvun, sá leiðbeinandi hennar Hewis enga skömm í því að eigna sér rannsóknina, sem hann, ásamt samstarfsfélaga sínum, fengu Nóbelsverðlaunin fyrir nokkrum árum síðar. Svipað var upp á teningnum hjá austurrísk-sænska eðlisfræðingnum Lisa Meitner sem ásamt eðlisfræðingnum Otto Hahn uppgötvuðu kjarnaklofnun, en einungis Hahn var veitt Nóbelsverðlaunin fyrir þessa merku uppgötvun. Engu að síður hefur staða kvenna innan vísindasamfélagsins tekið miklum stakkaskiptum (þó enn sé nokkuð í land). Á fyrri hluta 20.aldar hlutu einungis þrjár konur Nóbelsverðlaun fyrir framlag sitt til vísinda en í dag hafa alls 16 konur hlotið þau verðlaun (þar af níu eftir árið 1980).Bjarni Þór Pétursson MA í alþjóðasamskiptum.Karlar eru frá jörðinni, konur eru frá jörðinni Í fyrirlestri prófessors Larry Summers fyrir nokkrum árum (þáverandi lektor Harvard-háskóla), um kynjamisræmi innan vísindasamfélagsins, gaf hann upp nokkrar mögulegar ástæður fyrir mismun á launum og stöðuheitum milli kynjanna. Ein af þeim ástæðum sem bar á góma í upptalningu hans var að konur skorti þá ástæðuhvöt og áhuga til að færa þær fórnir í einkalífi sem nauðsynlegar væru til að komast áfram í ábyrgðamiklar stöður innan vísinda. Þá ku önnur ástæða hafa verið að konur eru að eðlisfari síðri karlmönnum að greindarfari til stærðfræði og raunvísinda (þ.e.a.s. að staðaldri), og enn önnur möguleg ástæða gat verið að konur væru fórnarlömb „gamaldags" mismununar. Bætti Summers við að hann teldi vægi ástæðanna vera einmitt í þeirri röð! Ummæli Summers endurspegla vel þau karlrembuviðhorf sem víða má finna meðvitað og ómeðvitað meðal karla (en einnig kvenna), á hærri stigum fræðasamfélagsins. Það er ekki óalgengt að vísindamenn og -konur telji sig hafna yfir pólitíska réttsýni (kannski réttlætanlega), enda er markmið vísinda að vera sem mest háð hlutlausri athugun fremur en hlédrægum samfélagsviðmiðum. Engu að síður skildu þessi umdeildu ummæli Summers eftir óbragð í munni margra innan vísindasamfélagsins og vöktu mikilvægar spurningar um eðli kynjamunar og mismununar. Ályktun Summers um að konur hafi minni metnað og séu óviljugari en karlmenn til að færa fórnir í einkalífi í þágu starfsframa í vísindum hefði kannski verið réttlætanleg ef að þær fórnir sem krafist er af konum í vísindum væru þær sömu og hjá körlum. Fjöldi rannsókna benda á að sú er ekki raunin. Konur innan fræða og vísindasamfélagsins eiga t.d. minni líkur á hjónabandi og barneignum en karlar í sömu stöðu (þ.e. ~40% kvenna á móti ~70% karla). Í rannsókn á fræðimönnum og -konum innan Kaliforníuháskóla sýndu niðurstöður einnig að vísindakonur sem líka voru mæður, eyddu um 51 klst. á viku að meðaltali í vinnu, og öðrum 51 klst. að meðaltali í athöfnum tengdum heimilishaldi og barnauppeldi. Til samanburðar eyddu vísindamenn, sem einnig voru feður, einungis 32 klst. á viku í heimilishaldið og barnauppeldi. Á sama tíma er ofgnótt af rannsóknum sem styðja við þá hugmynd að enn þann dag í dag ríki mikil „gamaldags" kynjamismunun innan vísindasamfélagsins. Í sænskri rannsókn frá 1997 sýndu niðurstöður að framlög kvenna á sviði rannsókna þurftu að vera tvisvar sinnum meiri en hjá karlmönnum til að eiga færi á sömu rannsóknarstyrkjum. Í annarri nýlegri rannsókn voru um 100 fræðimenn og -konur úr sálfræðideildum ólíkra háskóla látin meta atvinnuumsókn/ferilskrá skáldaðs umsækjanda, og leiddu niðurstöður í ljós að ferilskráin var metin mun betri ef ferilskráin bar karlkyns nafn, heldur en kvenkyns nafn. Áhugvert er að segja frá því að þessi kynjabundna matsskekkja átti sér einnig stað þegar metandinn var kona. Aðrar rannsóknir hafa ítrekað sýnt að barneignir draga úr líkum á að konur fái störf, á meðan barneignir karlmanna virðast ekki draga úr umsóknarhæfni þeirra. Þó svo að skoðun Summers um mögulegan minni metnað og fórnfýsni kvenna (innan vísinda) hafi eflaust tekið á taugar margra feminista (þ.e. jafnréttissinna), þá voru ummæli hans um að konur væru að eðlisfari síðri karlmönnum í stærðfræði og raunvísindum, lítið annað en blaut tuska í andlit þeirra. Í mörg ár hafa rannsóknir á kynjamun verið afar viðkvæmt viðfangsefni innan sviða sálfræðinnar og taugavísinda, en slíkar rannsóknir voru þyrnir í augum margra feminista vegna ótta við að niðurstöður þeirra myndu viðhalda ríkjandi staðalímyndum um kynjabundna hegðun og vitsmunagetu. Þessi ótti var vissulega skiljanlegur á sínum tíma, enda bentu eldri taugalíffræðilegar rannsóknir til að heilar karlmanna væru stærri en kvenna, og að taugaþræðirnir sem tengja saman heilahvelin tvö væru þykkari hjá körlum, en oft var vísað í slíkar rannsóknir til marks um vitsmunalega yfirburði karla. Hins vegar ríkir nú almennt samkomulag innan vísinda um að ekkert samband er til staðar milli stærð heila og greindar, en þvert á móti er talið að fjöldi tengsla milli taugafrumna (kölluð taugamót) skipta meira máli. Í því samhengi hafa rannsóknir bent til þess að ýmsar stöðvar heilans hafi fleiri taugamót hjá konum en körlum og auk þess hafa nýlegri rannsóknir, með nákvæmari mælingum, sýnt að taugaþræðirnir milli heilahvela séu í raun þykkari hjá konum. Á síðastliðnum tveimur áratugum hefur fjöldi sálfræðirannsókna bent til gríðarlegs kynjamunar á bæði ólíkar gerðir vitsmuna og hegðun. Sem dæmi höfðu margar rannsóknir sýnt að konur eru að jafnaði með betri tungumálagetu og félagshæfni en karlar, á meðan niðurstöður sýndu að karlar búa yfir betri stærðfræðigetu og svokallaðri „kerfislegri" hugsun. Af svipuðum meiði hafa rannsóknir einnig skýrt frá kynjamun á leikhegðun ungbarna, en slíkan mun má einnig finna meðal annarra dýrategunda. Þrátt fyrir að flest bendi til þess að þessi kynjamunur sé raunverulegur, spruttu upp miklar deilur meðal vísindamanna í kjölfarið um orsakir þess. Á meðan sumir vísindamenn töldu að þessi kynjamunur væri að mestu leyti kominn til vegna félagsmótunar (þ.e.a.s. út frá kynjabundnu uppeldi og samfélagsgildum), héldu aðrir vísindamenn fram að kynlitningar og kynhormón spili lykilhlutverk á bakvið þennan breytileika. Snemma á níunda áratugnum byrjuðu kynhormónaútskýringar á kynjamun heila, hugarstarfsemi og hátternis að vera vinsælar meðal fjölmiðla, og náðu eflaust hámarki með svokallaðri „Extreme Male Brain" (eða öfga-karlkyns heila) kenningu sem var tíunduð af Cambridge-háskólaprófessornum Simon Baron-Cohen. Samkvæmt þeirri kenningu hefur framleiðsla karlkynshormónsins testósteróns ekki einungis lykilhlutverk fyrir myndun karlkyns kynfæra á fósturskeiði, heldur hefur það einnig áhrif á vöxt heilans þar sem það eykur taugavöxt hægra heilahvels karlmanna (sem hefur mikið vægi í stærðfræðigetu), en dregur úr taugavexti vinstra heilahvels (sem hefur meiri þýðingu fyrir tungumálagetu). Jafnframt taldi prófessor Baron-Cohen að þessi ósamhverfa í taugavexti heilahvela karlmanna lægi að baki betri tungumála- og félagshæfni kvenna, en einnig yfirburða karla á sviði stærðfræða og raungreina. Enn þann dag í dag er algengt að fyrirsagnir dagblaða og vefsíðna fjölmiðla skarti svipuðum líffræðilegum kenningum á bakvið kynjamun og hafa þær gjarnan verið undirstaða vinsælla „poppsálfræði"-bóka á borð við „Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus", en slíkar bækur hafa spilað veigamikið hlutverk við að kynda undir óréttmætar staðalímyndir um konur og karla. Hins vegar eru slíkar vísindakenningar oft byggðar á veikum grunni. Til að mynda hafa kerfisbundnar greiningar á fjölda rannsóknarniðurstaða sýnt að þó að samband virðist vera á milli testósterónmagns á fósturskeiði og kynjabundinnar leikhegðunar barna, hafa langflestar rannsóknir sýnt lítið eða ekkert samband milli testósteróns og stærðfræðigetu. Auk þess hafa kenningar, á borð við þá sem prófessor Baron-Cohen hefur lagt fram, gert lítið úr (eða hreint og beint hunsað) þau jákvæðu áhrif sem kvenhormón geta haft á heila og hugarstarfsemi. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að estrógen bætir nám og minni, og dregur úr hrörnun taugafruma. Sumir vísindamenn telja að skortur á estrógen viðtökum sé ástæðan á bakvið hraðari taugahrörnun forennisblaðs hjá karlmönnum á eldri árum, en þessi hluti heilans er þýðingarmikill fyrir skipulagshæfni og ákvarðanatöku. Þó að fjöldi rannsókna hafi bent til þess að konur hafi mikla yfirburði í tungumálagetu og félagshæfni, hafa rannsóknir á stærðfræðigetu milli kynja einungis sýnt fram á afskaplega lítinn mun (eða um aðeins 2% að meðaltali). Jafnframt benda nýlegri rannsóknir til þess að þessi munur sé að öllum líkindum sprottinn út frá félagslegu umhverfi, fremur en líffræðilegu eðlifari. Til dæmis hafa rannsóknir sýnt að eftir að athygli stúlkna er beint að kynjabundnum staðalímyndum (eða hreinlega þeirra eigin kyni), versnar frammistaða þeirra í stærðfræði. Einnig sýndi nýleg tölfræði samantekt að kynjahlutfall ungmenna (strákar/stelpur) sem skara fram úr á sviði stærðfræði, hefur farið úr 13/1 árið 1984 niður í tæplega 3/1 árið 2003. Í nýlegri grein sem birtist í hinu virta tímariti Science skýrðu rannsakendur frá sterku sambandi á milli kynjamunar í stærðfræðiframmistöðu annars vegar og hins vegar stöðu jafnréttis. Stærðfræðiárangur stúlkna var verri en hjá strákum í ríkjum á borð við Tyrklandi, Kóreu og Ítalíu, á sama tíma og lítill sem enginn munur var fundinn í Noregi og Svíþjóð, en á Íslandi stóðu stúlkur jafnvel betur en strákar. Í svipaðri rannsókn sýndu niðurstöður að stærðfræðiframmistaða stúlkna er verst hjá þjóðum þar sem kynjabundnar staðalímyndir eru hvað sterkastar. Nú til dags ríkir sátt meðal vísindamanna um að kynjamunur stafar af flóknu samspili umhverfis og gena, þó enn sé deilt um ólíkt vægi þeirra. Þegar tekið er mið af öllum þeim rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið á kynjamun heila, hugarstarfsemi og hegðunar, er augljóst að kynin tvö eru afar ólík, og engin spurning um að við erum tvær gerólíkar gerðir lífvera. Þau ólíku hormónakerfi sem kynin búa yfir, ásamt þeirri frábrugðnu genatjáningu sem á sér stað í skynfærum og heilum okkar, mynda tvö taugakerfi sem eru jafn ólík í formgerð og í starfsemi, en búa yfir einu sameiginlegu lykileinkenni; sveigjanleika. Sá taugalífeðlisfræðilegi sveigjanleiki sem heilar okkar búa yfir, gerir það að verkum að uppeldi og önnur félagsmótun getur annars vegar mótað þessi tvö ólíku taugakerfi til þess að þróa tvær ólíkar kyngerðir manneskja með svipaða (og á tímum óaðskiljanlega) hugræna getu og hegðun, eða hins vegar stuðlað að aukinni aðgreiningu taugakerfanna sem skilar sér í miklum mismun í viðhorfum, vitsmunum og hegðun. Þessi mismunur er háður þeim kynjabundnu staðalímyndum sem ríkja í félagslegu umhverfi okkar. Að sjálfsögðu munu konur og karlar óhjákvæmilega vera að mörgu leyti ólík að eðlisfari, en engu að síður benda vísindin til að ólíkar gerðir vitsmuna eða greindar séu að langmestu leyti háð umhverfi hverrar manneskju fremur en kyns.Framtíð vísinda kvenkyns? Þegar einn af fremstu lífefnafræðingum Evrópu, prófessor Daniel Louvard, var nýverið ávíttur af háskólayfirvöldum fyrir að stuðla ekki að jöfnu kynjahlutfalli innan rannsóknarhóps síns, svaraði hann „ég vel bara hæfustu manneskjurnar, punktur", en í hópnum hans störfuðu 21 vísindakonur en aðeins 4 vísindamenn. Á seinustu áratugum hafa konur verið í mikilli framsókn á sviðum tækni og raunvísinda, en þessi skriðþungi er vís til að brjóta niður þær kynjabundnu staðalímyndir sem ríkt hafa alltof lengi í samfélagi okkar og hafa haldið aftur af metnaði og tækifærum kvenna. Fjöldi af grasrótahreyfingum og stofnunum hafa verið settar á laggirnar með það að marki að stuðla að jafnræði kvenna og styðja við bakið á ungum og upprennandi vísindakonum, má þar helst nefna L'Oreal-UNESCO"s For Women in Science, European Platform for Women Scientist (EFWS, stofnað af Evrópusambandinu, ESB) og Association for Women in Science (AWIS). Árið 2009 unnu hvorki meira né minna en þrjár konur Nóbelsverðlaun fyrir vísindi (tvær í læknisfræði og ein í efnafræði), og í dag vex fjöldi vísindakvenna um tvisvar sinnum hraðar innan ríkja ESB en fjöldi vísindamanna. Svipaðar sviptingar má einnig sjá í Bandaríkjunum en konur eru nú um 60% allra háskólanema (í raun eru strákar þar að falla út úr hærri menntastigum með miklum hraða). Utan fræða- og vísindasamfélagsins eru konur með vísindamenntun einnig að raða sér í stjórnunarstöður margra af stærstu fyrirtækjum heims (t.d. Yahoo, IBM, Intel og PepsiCo). Í könnun frá árinu 2003, sýndu niðurstöður að ungar stelpur stóðu framar strákum í algebru í 22 löndum á meðan strákar voru einungis fremri í þremur löndum. En á Íslandi og í Svíþjóð standa stelpur yfir höfuð mun betur í stærðfræði og vísindum en strákar. Á Íslandi hafa einnig orðið gríðarleg stakkaskipti og við verið öðrum þjóðum til fyrirmyndar, en síðastliðin ár hafa konur verið ríkjandi kynið í öllum deildum Háskóla Íslands (þess á meðal lækna- og raunvísindadeild) nema verkfræðideild. Samkvæmt nýlegum tölum frá árinu 2007 hlutu íslenskar konur hlutfallslega fleiri rannsóknarstyrki (31%) innan vísinda, í samanburði við karla (26%), vandamálið fólst hins vegar í því að konur voru ekki nema 29,4% umsækjanda. Á meðan kynjamismunun og fordómar í garð kvenna eiga sér vitaskuld enn stað innan fræða- og vísindasamfélagsins víðsvegar (þá sérstaklega í hæstu stöðum), eru þeir hverfandi arfleifð íhaldssamra kynslóða sem mun óhjákvæmilega líða undir lok í náinni framtíð. Það er staðreynd að fortíð okkar hefur einkennst af karlaveldi og kvennakúgun, það sem hins vegar skiptir mestu máli er að konur munu spila lykilhlutverk við að móta framtíðina. Hvað varðar jafnrétti erum við á réttri leið, því ber bæði að fagna og halda til haga. Að því sögðu er nauðsynlegt að rifja reglulega upp fyrir sjálfum okkur hvaða áhrif staðalímyndir hafa á okkur. Foreldrar barna og ungmenna ættu að sjálfsögðu einnig að ræða við börnin sín enda mikið af brengluðum staðalímyndum í fjölmiðlum og fréttum (sumar fyndnar en aðrar hreinlega sorglegar). Umfram allt er þó þörf á því að minna börnin okkar og ungmennin á að þau geti lagt hvað sem er fyrir sig, sama af hvoru kyninu þau eru. Fyrir ykkur sem kveiktuð ekki strax á svarinu við gátunni í upphafi þá skulum við breyta orðalaginu örlítið: Gagnkynhneigður maður og sonur hans lenda í alvarlegu bílslysi. Faðirinn deyr en sonurinn er sendur á bráðamóttökuna. Þegar hjúkrunarfræðingurinn lítur á hann, hrópar hann: „Þetta er sonur minn!" Hver er hjúkrunarfræðingurinn? Er ekki öllum þeim sem ekki höfðu svarið í fyrri spurningunni ljóst í hinni seinni að svarið er móðirin? Hvað segir það okkur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nóbelsverðlaun Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Skólastarf er að hefjast víðsvegar um landið og nemendur takast á við ný og ólík verkefni. Íslenskt samfélag stendur framar mörgum öðrum þjóðum þegar kemur að jafnréttismálum og við að uppræta staðalímyndir. Kynjabundnar staðalímyndir hafa spilað veigamikið hlutverk við að móta samfélag okkar í gegnum tíðina í átt að fordómum og mismunun. Slíkar staðalímyndir búa ekki einungis í hugarheimi karla sem líklegir eru til að sniðganga bæði afrek og tækifæri kvenna, heldur einnig hjá konum sem þar af leiðandi geta fundið til minnkandi ástæðuhvatar og sjálfstrausts á ákveðnum sviðum samfélagsins. Meðal kynjabundinna staðalímynda sem enn eru vel innrættar í samfélagssálinni eru þær hugmyndir að karlar séu að eðlisfari betri í stærðfræði og raungreinum, á meðan konur séu fremri á sviðum uppeldis- og félagsvísinda. Ímyndirnar sem slíkar hafa lengi legið á bakvið þann miðaldahugsunarhátt sem svipt hefur konur tækifærum til mikilvægra framlaga á sviði tækni og vísinda. Séuð þið í vafa um að þær séu enn til staðar í íslensku samfélagi nægir ykkur að leggja þessa sígildu gátu fyrir hóp ungmenna: Gagnkynhneigður maður og sonur hans lenda í alvarlegu bílslysi. Faðirinn deyr en sonurinn er sendur á bráðamóttökuna. Þegar læknirinn lítur á hann, hrópar hann: „Þetta er sonur minn!" Hver er læknirinn? Sé staðreyndin sú að þú kæri lesandi eða barnið þitt hafið ekki svarið á reiðum höndum, þá gæti verið þörf á því að lesa lengra og setjast svo niður með barninu þínu og ræða málin.Staða kvenna í vísindum Öllum vel upplýstum manneskjum hlýtur að þykja erfitt að horfast í augu við þá staðreynd af hversu miklum fordómum, mismunun og kúgun í garð kvenna samfélag manna hefur einkennst megnið af mannkynssögunni. Konum var oft meinað frá samfélagsþátttöku í hinum almennasta skilningi og látnar hugfallast frá því að taka þátt í fræðasamfélaginu og vísindum. Óhugsandi er að hægt sé að meta það hvar mannkynið væri statt og hversu miklum framförum við hefðum náð á sviði tækni og vísinda, ef við hefðum ekki útilokað um helming af öllum heilum og hugum veraldar í gegnum söguna (oftast þó mun fleiri). Í þeim tilfellum þar sem hugrakkar konur létu eftir ástríðum sínum, urðu þær oft að starfa við myrkar aðstæður í felum, og urðu tíðum skiptum fyrir ofsóknum þegar upp um þær var komið. Þvert á þann algenga misskilning að konur skorti fyrirmyndir á vísindasviðinu hefur fjöldi kvenna veitt ómetanleg framlög í þágu vísinda og mannlegra framfara. Til að mynda var hin forngríska Hypathia (350-370 e.Kr.) frá Alexandríu, álitin einn sá allra fremsti stærðfræðingur síns tíma, en dag einn réðst kristinn múgur gegn henni, rifu af henni fötin og brenndu hana lifandi, en í kjölfar dauða hennar ríkti stöðnun á sviði stærðfræðinnar um árabil. Hin ítalska Maria Agnesi skrifaði áhrifamikil rit um ólíkar gerðir kalkúlus og var á sínum tíma álitin einn merkasti stærðfræðingur Evrópu af stærðfræðasamfélaginu, en hins vegar var henni lengi meinuð rannsóknarstaða hjá fjölda háskólastofnana (þ.á m. frönsku akademíunni) vegna kyns. Svipað var upp á teningnum með stærðfræðingnum Emmy Noether, sem þó var í miklum metum hjá Albert Einstein, og má þess einnig geta að grasafræðingurinn Jeanne Baret og stærðfræðingurinn Sophie Germain fundu sig knúnar til að birta rannsóknir sínar sem karlmenn. Þegar líða tók að 20.öldinni byrjaði að liðkast fyrir tækifærum kvenna (þó afar hægfara), en árið 1903 var hin fransk-pólska Marie Curie ekki einungis fyrst allra kvenna til að vinna Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir hennar á geislun, heldur áorkaði hún því að verða fyrst allra vísindamanna og –kvenna til að vinna Nóbelsverðlaunin tvisvar (fyrir eðlisfræði og efnafræði). Um miðja 20. öld skrifaði bandaríski sjávarlíffræðingurinn Rachel Carson einnig brautryðjandi bók um áhrif skordýraeiturs á vistkerfið og varð fyrir vikið kennd sem upphafskona nútíma umhverfisverndarhyggju. Þrátt fyrir að staða kvenna innan fræða- og vísindasamfélagsins hafi að vissu leyti byrjað að batna á 20. öldinni, var mótlæti í garð kvenna innan vísinda- og menntasamfélagsins enn afar mikið og algengt var að afrek kvenna innan vísinda væru annað hvort sniðgengin, eða þeim hreinlega stolið. Sem dæmi má nefna að ein af allra merkustu uppgötvunum náttúruvísinda síðustu aldar, hin tvöfalda gorm uppbygging DNA, réðst að miklu leyti af rannsóknum ungrar vísindakonu að nafni Rosalind Franklin á stöðugleika DNA og röntgenmyndum hennar á svokallaðri B-uppbyggingu DNA. Þó svo að rannsóknargögn Rosalindar væru augljóslega forsenda og grundvöllur fyrir uppgötvun James D. Watson og Francis Crick á uppbyggingu DNA, vottuðu þeir henni enga viðurkenningu fyrir þessa merku uppgötvun þegar þeir tóku við Nóbelsverðlaunum um 10 árum seinna. Dæmi um hið síðnefnda er mikilvægt framlag ungrar norður-írskrar vísindakonu, Dr. Jocelyn Bell Burnell, á sviði stjarneðlisfræði. Er Jocelyn stundaði doktorsnám við Cambridge-háskóla, byggði hún útvarpssjónauka sem gerði henni kleift að uppgötva tilvist svokallaðra útvarpsbylgju púlsa. Á meðan á rannsóknarverkefni hennar stóð, lenti hún og leiðbeinanda hennar Antony Hewis oft saman, enda hafði hann litla trú á verkefni hennar eða metnaði. Þegar Jocelyn gerði hins vegar sína merku uppgötvun, sá leiðbeinandi hennar Hewis enga skömm í því að eigna sér rannsóknina, sem hann, ásamt samstarfsfélaga sínum, fengu Nóbelsverðlaunin fyrir nokkrum árum síðar. Svipað var upp á teningnum hjá austurrísk-sænska eðlisfræðingnum Lisa Meitner sem ásamt eðlisfræðingnum Otto Hahn uppgötvuðu kjarnaklofnun, en einungis Hahn var veitt Nóbelsverðlaunin fyrir þessa merku uppgötvun. Engu að síður hefur staða kvenna innan vísindasamfélagsins tekið miklum stakkaskiptum (þó enn sé nokkuð í land). Á fyrri hluta 20.aldar hlutu einungis þrjár konur Nóbelsverðlaun fyrir framlag sitt til vísinda en í dag hafa alls 16 konur hlotið þau verðlaun (þar af níu eftir árið 1980).Bjarni Þór Pétursson MA í alþjóðasamskiptum.Karlar eru frá jörðinni, konur eru frá jörðinni Í fyrirlestri prófessors Larry Summers fyrir nokkrum árum (þáverandi lektor Harvard-háskóla), um kynjamisræmi innan vísindasamfélagsins, gaf hann upp nokkrar mögulegar ástæður fyrir mismun á launum og stöðuheitum milli kynjanna. Ein af þeim ástæðum sem bar á góma í upptalningu hans var að konur skorti þá ástæðuhvöt og áhuga til að færa þær fórnir í einkalífi sem nauðsynlegar væru til að komast áfram í ábyrgðamiklar stöður innan vísinda. Þá ku önnur ástæða hafa verið að konur eru að eðlisfari síðri karlmönnum að greindarfari til stærðfræði og raunvísinda (þ.e.a.s. að staðaldri), og enn önnur möguleg ástæða gat verið að konur væru fórnarlömb „gamaldags" mismununar. Bætti Summers við að hann teldi vægi ástæðanna vera einmitt í þeirri röð! Ummæli Summers endurspegla vel þau karlrembuviðhorf sem víða má finna meðvitað og ómeðvitað meðal karla (en einnig kvenna), á hærri stigum fræðasamfélagsins. Það er ekki óalgengt að vísindamenn og -konur telji sig hafna yfir pólitíska réttsýni (kannski réttlætanlega), enda er markmið vísinda að vera sem mest háð hlutlausri athugun fremur en hlédrægum samfélagsviðmiðum. Engu að síður skildu þessi umdeildu ummæli Summers eftir óbragð í munni margra innan vísindasamfélagsins og vöktu mikilvægar spurningar um eðli kynjamunar og mismununar. Ályktun Summers um að konur hafi minni metnað og séu óviljugari en karlmenn til að færa fórnir í einkalífi í þágu starfsframa í vísindum hefði kannski verið réttlætanleg ef að þær fórnir sem krafist er af konum í vísindum væru þær sömu og hjá körlum. Fjöldi rannsókna benda á að sú er ekki raunin. Konur innan fræða og vísindasamfélagsins eiga t.d. minni líkur á hjónabandi og barneignum en karlar í sömu stöðu (þ.e. ~40% kvenna á móti ~70% karla). Í rannsókn á fræðimönnum og -konum innan Kaliforníuháskóla sýndu niðurstöður einnig að vísindakonur sem líka voru mæður, eyddu um 51 klst. á viku að meðaltali í vinnu, og öðrum 51 klst. að meðaltali í athöfnum tengdum heimilishaldi og barnauppeldi. Til samanburðar eyddu vísindamenn, sem einnig voru feður, einungis 32 klst. á viku í heimilishaldið og barnauppeldi. Á sama tíma er ofgnótt af rannsóknum sem styðja við þá hugmynd að enn þann dag í dag ríki mikil „gamaldags" kynjamismunun innan vísindasamfélagsins. Í sænskri rannsókn frá 1997 sýndu niðurstöður að framlög kvenna á sviði rannsókna þurftu að vera tvisvar sinnum meiri en hjá karlmönnum til að eiga færi á sömu rannsóknarstyrkjum. Í annarri nýlegri rannsókn voru um 100 fræðimenn og -konur úr sálfræðideildum ólíkra háskóla látin meta atvinnuumsókn/ferilskrá skáldaðs umsækjanda, og leiddu niðurstöður í ljós að ferilskráin var metin mun betri ef ferilskráin bar karlkyns nafn, heldur en kvenkyns nafn. Áhugvert er að segja frá því að þessi kynjabundna matsskekkja átti sér einnig stað þegar metandinn var kona. Aðrar rannsóknir hafa ítrekað sýnt að barneignir draga úr líkum á að konur fái störf, á meðan barneignir karlmanna virðast ekki draga úr umsóknarhæfni þeirra. Þó svo að skoðun Summers um mögulegan minni metnað og fórnfýsni kvenna (innan vísinda) hafi eflaust tekið á taugar margra feminista (þ.e. jafnréttissinna), þá voru ummæli hans um að konur væru að eðlisfari síðri karlmönnum í stærðfræði og raunvísindum, lítið annað en blaut tuska í andlit þeirra. Í mörg ár hafa rannsóknir á kynjamun verið afar viðkvæmt viðfangsefni innan sviða sálfræðinnar og taugavísinda, en slíkar rannsóknir voru þyrnir í augum margra feminista vegna ótta við að niðurstöður þeirra myndu viðhalda ríkjandi staðalímyndum um kynjabundna hegðun og vitsmunagetu. Þessi ótti var vissulega skiljanlegur á sínum tíma, enda bentu eldri taugalíffræðilegar rannsóknir til að heilar karlmanna væru stærri en kvenna, og að taugaþræðirnir sem tengja saman heilahvelin tvö væru þykkari hjá körlum, en oft var vísað í slíkar rannsóknir til marks um vitsmunalega yfirburði karla. Hins vegar ríkir nú almennt samkomulag innan vísinda um að ekkert samband er til staðar milli stærð heila og greindar, en þvert á móti er talið að fjöldi tengsla milli taugafrumna (kölluð taugamót) skipta meira máli. Í því samhengi hafa rannsóknir bent til þess að ýmsar stöðvar heilans hafi fleiri taugamót hjá konum en körlum og auk þess hafa nýlegri rannsóknir, með nákvæmari mælingum, sýnt að taugaþræðirnir milli heilahvela séu í raun þykkari hjá konum. Á síðastliðnum tveimur áratugum hefur fjöldi sálfræðirannsókna bent til gríðarlegs kynjamunar á bæði ólíkar gerðir vitsmuna og hegðun. Sem dæmi höfðu margar rannsóknir sýnt að konur eru að jafnaði með betri tungumálagetu og félagshæfni en karlar, á meðan niðurstöður sýndu að karlar búa yfir betri stærðfræðigetu og svokallaðri „kerfislegri" hugsun. Af svipuðum meiði hafa rannsóknir einnig skýrt frá kynjamun á leikhegðun ungbarna, en slíkan mun má einnig finna meðal annarra dýrategunda. Þrátt fyrir að flest bendi til þess að þessi kynjamunur sé raunverulegur, spruttu upp miklar deilur meðal vísindamanna í kjölfarið um orsakir þess. Á meðan sumir vísindamenn töldu að þessi kynjamunur væri að mestu leyti kominn til vegna félagsmótunar (þ.e.a.s. út frá kynjabundnu uppeldi og samfélagsgildum), héldu aðrir vísindamenn fram að kynlitningar og kynhormón spili lykilhlutverk á bakvið þennan breytileika. Snemma á níunda áratugnum byrjuðu kynhormónaútskýringar á kynjamun heila, hugarstarfsemi og hátternis að vera vinsælar meðal fjölmiðla, og náðu eflaust hámarki með svokallaðri „Extreme Male Brain" (eða öfga-karlkyns heila) kenningu sem var tíunduð af Cambridge-háskólaprófessornum Simon Baron-Cohen. Samkvæmt þeirri kenningu hefur framleiðsla karlkynshormónsins testósteróns ekki einungis lykilhlutverk fyrir myndun karlkyns kynfæra á fósturskeiði, heldur hefur það einnig áhrif á vöxt heilans þar sem það eykur taugavöxt hægra heilahvels karlmanna (sem hefur mikið vægi í stærðfræðigetu), en dregur úr taugavexti vinstra heilahvels (sem hefur meiri þýðingu fyrir tungumálagetu). Jafnframt taldi prófessor Baron-Cohen að þessi ósamhverfa í taugavexti heilahvela karlmanna lægi að baki betri tungumála- og félagshæfni kvenna, en einnig yfirburða karla á sviði stærðfræða og raungreina. Enn þann dag í dag er algengt að fyrirsagnir dagblaða og vefsíðna fjölmiðla skarti svipuðum líffræðilegum kenningum á bakvið kynjamun og hafa þær gjarnan verið undirstaða vinsælla „poppsálfræði"-bóka á borð við „Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus", en slíkar bækur hafa spilað veigamikið hlutverk við að kynda undir óréttmætar staðalímyndir um konur og karla. Hins vegar eru slíkar vísindakenningar oft byggðar á veikum grunni. Til að mynda hafa kerfisbundnar greiningar á fjölda rannsóknarniðurstaða sýnt að þó að samband virðist vera á milli testósterónmagns á fósturskeiði og kynjabundinnar leikhegðunar barna, hafa langflestar rannsóknir sýnt lítið eða ekkert samband milli testósteróns og stærðfræðigetu. Auk þess hafa kenningar, á borð við þá sem prófessor Baron-Cohen hefur lagt fram, gert lítið úr (eða hreint og beint hunsað) þau jákvæðu áhrif sem kvenhormón geta haft á heila og hugarstarfsemi. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að estrógen bætir nám og minni, og dregur úr hrörnun taugafruma. Sumir vísindamenn telja að skortur á estrógen viðtökum sé ástæðan á bakvið hraðari taugahrörnun forennisblaðs hjá karlmönnum á eldri árum, en þessi hluti heilans er þýðingarmikill fyrir skipulagshæfni og ákvarðanatöku. Þó að fjöldi rannsókna hafi bent til þess að konur hafi mikla yfirburði í tungumálagetu og félagshæfni, hafa rannsóknir á stærðfræðigetu milli kynja einungis sýnt fram á afskaplega lítinn mun (eða um aðeins 2% að meðaltali). Jafnframt benda nýlegri rannsóknir til þess að þessi munur sé að öllum líkindum sprottinn út frá félagslegu umhverfi, fremur en líffræðilegu eðlifari. Til dæmis hafa rannsóknir sýnt að eftir að athygli stúlkna er beint að kynjabundnum staðalímyndum (eða hreinlega þeirra eigin kyni), versnar frammistaða þeirra í stærðfræði. Einnig sýndi nýleg tölfræði samantekt að kynjahlutfall ungmenna (strákar/stelpur) sem skara fram úr á sviði stærðfræði, hefur farið úr 13/1 árið 1984 niður í tæplega 3/1 árið 2003. Í nýlegri grein sem birtist í hinu virta tímariti Science skýrðu rannsakendur frá sterku sambandi á milli kynjamunar í stærðfræðiframmistöðu annars vegar og hins vegar stöðu jafnréttis. Stærðfræðiárangur stúlkna var verri en hjá strákum í ríkjum á borð við Tyrklandi, Kóreu og Ítalíu, á sama tíma og lítill sem enginn munur var fundinn í Noregi og Svíþjóð, en á Íslandi stóðu stúlkur jafnvel betur en strákar. Í svipaðri rannsókn sýndu niðurstöður að stærðfræðiframmistaða stúlkna er verst hjá þjóðum þar sem kynjabundnar staðalímyndir eru hvað sterkastar. Nú til dags ríkir sátt meðal vísindamanna um að kynjamunur stafar af flóknu samspili umhverfis og gena, þó enn sé deilt um ólíkt vægi þeirra. Þegar tekið er mið af öllum þeim rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið á kynjamun heila, hugarstarfsemi og hegðunar, er augljóst að kynin tvö eru afar ólík, og engin spurning um að við erum tvær gerólíkar gerðir lífvera. Þau ólíku hormónakerfi sem kynin búa yfir, ásamt þeirri frábrugðnu genatjáningu sem á sér stað í skynfærum og heilum okkar, mynda tvö taugakerfi sem eru jafn ólík í formgerð og í starfsemi, en búa yfir einu sameiginlegu lykileinkenni; sveigjanleika. Sá taugalífeðlisfræðilegi sveigjanleiki sem heilar okkar búa yfir, gerir það að verkum að uppeldi og önnur félagsmótun getur annars vegar mótað þessi tvö ólíku taugakerfi til þess að þróa tvær ólíkar kyngerðir manneskja með svipaða (og á tímum óaðskiljanlega) hugræna getu og hegðun, eða hins vegar stuðlað að aukinni aðgreiningu taugakerfanna sem skilar sér í miklum mismun í viðhorfum, vitsmunum og hegðun. Þessi mismunur er háður þeim kynjabundnu staðalímyndum sem ríkja í félagslegu umhverfi okkar. Að sjálfsögðu munu konur og karlar óhjákvæmilega vera að mörgu leyti ólík að eðlisfari, en engu að síður benda vísindin til að ólíkar gerðir vitsmuna eða greindar séu að langmestu leyti háð umhverfi hverrar manneskju fremur en kyns.Framtíð vísinda kvenkyns? Þegar einn af fremstu lífefnafræðingum Evrópu, prófessor Daniel Louvard, var nýverið ávíttur af háskólayfirvöldum fyrir að stuðla ekki að jöfnu kynjahlutfalli innan rannsóknarhóps síns, svaraði hann „ég vel bara hæfustu manneskjurnar, punktur", en í hópnum hans störfuðu 21 vísindakonur en aðeins 4 vísindamenn. Á seinustu áratugum hafa konur verið í mikilli framsókn á sviðum tækni og raunvísinda, en þessi skriðþungi er vís til að brjóta niður þær kynjabundnu staðalímyndir sem ríkt hafa alltof lengi í samfélagi okkar og hafa haldið aftur af metnaði og tækifærum kvenna. Fjöldi af grasrótahreyfingum og stofnunum hafa verið settar á laggirnar með það að marki að stuðla að jafnræði kvenna og styðja við bakið á ungum og upprennandi vísindakonum, má þar helst nefna L'Oreal-UNESCO"s For Women in Science, European Platform for Women Scientist (EFWS, stofnað af Evrópusambandinu, ESB) og Association for Women in Science (AWIS). Árið 2009 unnu hvorki meira né minna en þrjár konur Nóbelsverðlaun fyrir vísindi (tvær í læknisfræði og ein í efnafræði), og í dag vex fjöldi vísindakvenna um tvisvar sinnum hraðar innan ríkja ESB en fjöldi vísindamanna. Svipaðar sviptingar má einnig sjá í Bandaríkjunum en konur eru nú um 60% allra háskólanema (í raun eru strákar þar að falla út úr hærri menntastigum með miklum hraða). Utan fræða- og vísindasamfélagsins eru konur með vísindamenntun einnig að raða sér í stjórnunarstöður margra af stærstu fyrirtækjum heims (t.d. Yahoo, IBM, Intel og PepsiCo). Í könnun frá árinu 2003, sýndu niðurstöður að ungar stelpur stóðu framar strákum í algebru í 22 löndum á meðan strákar voru einungis fremri í þremur löndum. En á Íslandi og í Svíþjóð standa stelpur yfir höfuð mun betur í stærðfræði og vísindum en strákar. Á Íslandi hafa einnig orðið gríðarleg stakkaskipti og við verið öðrum þjóðum til fyrirmyndar, en síðastliðin ár hafa konur verið ríkjandi kynið í öllum deildum Háskóla Íslands (þess á meðal lækna- og raunvísindadeild) nema verkfræðideild. Samkvæmt nýlegum tölum frá árinu 2007 hlutu íslenskar konur hlutfallslega fleiri rannsóknarstyrki (31%) innan vísinda, í samanburði við karla (26%), vandamálið fólst hins vegar í því að konur voru ekki nema 29,4% umsækjanda. Á meðan kynjamismunun og fordómar í garð kvenna eiga sér vitaskuld enn stað innan fræða- og vísindasamfélagsins víðsvegar (þá sérstaklega í hæstu stöðum), eru þeir hverfandi arfleifð íhaldssamra kynslóða sem mun óhjákvæmilega líða undir lok í náinni framtíð. Það er staðreynd að fortíð okkar hefur einkennst af karlaveldi og kvennakúgun, það sem hins vegar skiptir mestu máli er að konur munu spila lykilhlutverk við að móta framtíðina. Hvað varðar jafnrétti erum við á réttri leið, því ber bæði að fagna og halda til haga. Að því sögðu er nauðsynlegt að rifja reglulega upp fyrir sjálfum okkur hvaða áhrif staðalímyndir hafa á okkur. Foreldrar barna og ungmenna ættu að sjálfsögðu einnig að ræða við börnin sín enda mikið af brengluðum staðalímyndum í fjölmiðlum og fréttum (sumar fyndnar en aðrar hreinlega sorglegar). Umfram allt er þó þörf á því að minna börnin okkar og ungmennin á að þau geti lagt hvað sem er fyrir sig, sama af hvoru kyninu þau eru. Fyrir ykkur sem kveiktuð ekki strax á svarinu við gátunni í upphafi þá skulum við breyta orðalaginu örlítið: Gagnkynhneigður maður og sonur hans lenda í alvarlegu bílslysi. Faðirinn deyr en sonurinn er sendur á bráðamóttökuna. Þegar hjúkrunarfræðingurinn lítur á hann, hrópar hann: „Þetta er sonur minn!" Hver er hjúkrunarfræðingurinn? Er ekki öllum þeim sem ekki höfðu svarið í fyrri spurningunni ljóst í hinni seinni að svarið er móðirin? Hvað segir það okkur?
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun